Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Wednesday, July 23, 2008

Sælir ættingjar

Það er eitthvað verið að reka á eftir færslu hér, en það er í rauninni litlu að bæta við það sem er búið að standa hér í síðustu færslu síðan ég veit ekki hvenær. Staðarhaldari hafði samband við mig um daginn og var nú bara að spá í hvort við yrðum svona 20, 80, eða 200. Og ég giskaði á að 80 væri næst lagi. Það er bara um að gera að panta gistingu með því að hafa samband við Húnavelli beint. Við þurfum í rauninni ekki að fara að stressa okkur mikið yfir öðru fyrr en eftir verslunarmannahelgi því hann sagðist nú bara plana eina helgi fram í einu. Já og vildi ítreka að þar sem það er bar á staðnum, þá sé ekki leyft að fólk komi með eigin drykki inn í kvöldverðinn á laugardeginum.

Ennþá eru lausar flestar þessar nefndarstöður sem nefndar eru í síðustu færslu.

En hvað segið þið, þið sem rekið hér inn nefið, látið endilega vita hvað þið ætlið að gera, hvort þið komið og hvort þið gistið á tjaldstæðinu eða inni. Það er nefnilega fínt að nota kommentakerfið í það.

Kv. Fríðafrænka

17 comments:

Anonymous said...

Við Agnar ætlum að koma og tjalda og ég geri líka ráð fyrir Ingimundi og Ívani en sennilega ekki hinum. Þó er ég ekki alveg viss um hin barnabörnin. Er verðið í færslunni á undan miðað við eina nótt eða helgina? Og er ekki gert ráð fyrir neins konar tilkynningum um þáttöku? Svona upp á nafnspjöld eða söngblöð eða eitthvað slíkt að gera?

Hel said...

kem með 3 eða 4 með mér, eitthvað í tjaldi eitthvað inni.

Anonymous said...

Hæhæ
Við Siggi erum búin að panta gistingu og fyrir Mömmu og pabba líka. það er ekki víst að krakkarnir okkar komi með.
Það ræðst ekki fyrr enn í Ágúst.

Kveðja ER

Anonymous said...

Ella, ég held það þýði ekkert að biðja fólk strax að segja hversu margir koma og þá hverjir, ég held það verði að setja fólk í að tékka á því hjá sínu fólki þegar nær dregur. Vilt þú gera það meðal afkomenda Mömmu?

kv
Fríða

Anonymous said...

Jú ætli það ekki bara. Hvað verður þú mörg Fríða mín? :)

Anonymous said...

Ég verð fjögur Ella mín, í tjaldi

Jóhanna B. said...

Ég og Einar sonur minn mætum og verðum í tjaldi.

Kveðja
Jóhanna B.

Anonymous said...

Sæl veriði

Við komum gömlu hjónin, og ætlum að gista á hótelinu ef ég næ sambandi við eitthvað annað en talhólf þarna! veit ekki með fleiri að sinni

Kveðja
Elfa

Anonymous said...

Sæl öll

Ég mæti ásamt maka og einu barni, stóru börnin mín eru að melta það hvort þau nenni á ættarmót, læt vita með þau allra næstu daga. Við komum til með að nota aðtöðuna á tjalstæðinu.
En ein spurning, verður einhver ættarskrá búin til?

kv. Eva

Anonymous said...

Já Eva, ég var að skrifa upp niðjatal sem hann pabbi minn átti tilbúið, en vil samt bera það undir fólk hvort það vill láta þessar upplýsingar fara t.d. eins og þær eru í Íslendingabók. Ég get sent eintak til þeirra sem vilja tékka á því hvort upplýsingarnar um þá séu réttar. Þeir sem vilja sjá uppkastið sem ég er tilbúin með geta sent mér tölvupóst á fridakjartans@gmail.com og þá sendi ég þetta um hæl.

kv.
Fríða

Anonymous said...

Sælir ættingjar.
Við Fríða mætum ekki á ættarmótið og trúlega ekki okkar afkomendur.
Þeir skrá sig þá ef þeir skipta um skoðun. Þetta er ekki nægilega skipulagt fyrir okkar smekk og kostnaður of mikill fyrir þá sem ekki hafa gistiaðstöðu frá sjálfum sér.Það er ekki á vísann að róa með veður þannig að þarf að kaupa gistingu inni er það nokkuð dýrt fyrir fátæka námsmenn.
Gangi ykkur vel.

Anonymous said...

hæ allir
ég er búin að biðja staðarhaldara um hugmynd að kvöldverði og verð og vonandi fæ ég svar fljótt og læt ykkur straks vita.
kveða Jóhanna Ragnars

Anonymous said...

Palli: Svefnpokapláss í skólastofu kostar 1300. Ég veit ekki hvar fátækir námsmenn geta farið fram á ódýrari gistingu.

Allir hinir: Ábendingar eru mjög vel þegnar, en það er ekki endalaust hægt að gera kröfur á þá sem hafa tekið að sér að sjá um þetta ættarmót, án þess að taka einhver verkefni að sér á móti.

kv
Arnfríður Kjartansdóttir

Anonymous said...

Sælir ættinggjar
mikið er það leiðinlegt ef einhverjir treysta sér ekki til að koma út af gistingunni hún þarf ekki að vera dýrari enn maður kýs það er allt í boði þarna.

Ég er með tillögu að útileikjum það er kubbspilið sem er vinsælt hjá okkar legg þegar við höfum hist nú svo krikket það er hægt að skipta í lið í þessu báðum leikjum nú og ef fleiri eiga þetta eða eru með aðrar tillögur þá takið það með
kveðja Eyrún

Hel said...

þetta verður stuð!

ef einhver sendir mér sönglög get ég prentað það fínt sem hefti í rosagræju sem ég er með í vinnunni

eða hvar finn ég texta?
get alveg rimpað saman einhverju sönghefti!

Hel said...

allt að gerast, Jóhanna R kemur með sönghefti til mín sem ég mun fjölrita eftir öllum kúnstarinar reglum

Anonymous said...

Hæ allir saman,
þetta er allt að gerast sé ég og Fríða þú ert frábær skipuleggjandi ein í þessu .. Mamma og pabbi hafa skráð sig í gistingu og ég kem það er óljóst hvort Dórothea kemur þar sem hún er í prófum strax eftir helgi en þetta skýrist um helgina og látum við vita. Freyr minn býr í Köben og er fjarri góðu gamni.
Takk Fríða mín fyrir upplýsingar um gistinguna og Jóhanna um matinn. Svo er bara að ákveða einhvern tíma þar sem mótið hefst svo hægt að hafa til viðmiðunar hvenær leggja ber af stað.. t.d. laugardag kl.14:00 hvað segiði um það?? kv. Dóra Björk