Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Sunday, February 5, 2012

Hvar og hvenær?

Kæru þið öll. Það er víst kominn tími á að gera eitthvað róttækt í ættarmálum er það ekki? Eins og einhverjir muna væntanlega komumst við að þeirri niðurstöðu síðast að Heiðar myndi verða góður í að halda utan um þetta næst og ég tók að mér að segja honum frá þessu áliti okkar og þegar ég gerði það létti ég höggið með því að bjóðast til að "hjálpast að". Síðan höfum við hist við eina jarðarför og haldið símafundi. Við töldum rétt og skynsamlegt að leita fyrir okkur um vesturlandið að þessu sinni og eftir nokkurt grúsk lenti Heiðar á Varmalandi í Borgarfirði. Þar vildi svo til að allt sumarið var bókað en ein helgi var að detta út; 13-15. júlí. Staðurinn virðist með viðráðanlega verðskrá og aðstöðu.

Nú er spurningin, hvað sýnist ykkur um stað og tíma? Að líkum eru alltaf einhverjir sem eru bókaðir annað, en ef þokkalegur hópur er til í þetta sláum við líklega til.

Heiðar setti inn á fésbókina eitthvað um málið en bæði er það að við erum nokkur sem ekki erum þar og svo held ég að auðveldara sé að halda utan um pakkann hér á blogginu og þá líka aðgengilegra að lesa síðar eftir þörfum.
Látið endilega skoðanir í ljós sem fyrst, við þurfum að staðfesta staðinn nú á næstu dögum.
Ella K.

14 comments:

Anonymous said...

Fínt fyrir mig, og kannski eins og eitt barn, veit ekkert um hin.

Fríða

Hel said...

fuullt af fólkii búið að melda sig á facebook, held að fleiri séu þar en annarstaðar á netinu..eða þannig, en við komum allavega flest, ég maki og 1-3 afvæmi

Helga Lilja

ella said...

Já Helga en eins og ég benti á komast allir inn á blogg en á fésið komast bara innvígðir.

Páll Eyþór said...

Við Friða mætum að öllu óbreyttu.Var búinn að skrá mig á fésið

Brynja Ásdís said...

Ég stefni á að mæta með mína gaura þrjá :-)

Halldóra said...

Hæ Ella og aðrir bloggarar gaman að þessu. Ég er að hugsa málið en var að fatta að það er Laugavegshlaup 14.júlí og ég hef hingað til ekki látið mig vanta í markinu þar. Sjáum til.

Dorothea said...

Ég og mín fjölskyldan mætum 5-6

Kv. Dórothea

Jóhanna B. said...

Allt í fína, þá melda ég mig og son hér líka. Svo er aldrei að vita nema maður verði kominn með maka fyrir sumarið. Þá má hafa það sem markmið!
Jóhanna B.

Eyrún R said...

Eg og minn maki erum búin að taka þessa helgi frá í ættamót :)

Eva Arnardóttir said...

líst vel á bæði stað og stund. ég og mín fjölskylda öll þ.e. 7 manns gerum ráð fyrir að koma, alla vega eins og staðan er í dag, við þurfum ekki að kaupa gistingu verðum með einhverja ferðavagna með okkur og notumst við tjaldstæðið.

bestu kveðjur Eva og co

Elfa said...

að öllu óbreyttu mætum við og við þurfum herbergi :)

ella said...

Þetta líst mér vel á Jóhanna B. Sýna honum ættina og hann er pikkfastur á önglinum! Gersamlega heillaður.

Páll Eyþór said...

Gæti snúist upp í andhverfu sína

ella said...

Sussuneinei Palli, engin hætta ef um er að ræða einstakling með vit í kollinum, hinir fara bara annað.