Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Wednesday, July 23, 2008

Sælir ættingjar

Það er eitthvað verið að reka á eftir færslu hér, en það er í rauninni litlu að bæta við það sem er búið að standa hér í síðustu færslu síðan ég veit ekki hvenær. Staðarhaldari hafði samband við mig um daginn og var nú bara að spá í hvort við yrðum svona 20, 80, eða 200. Og ég giskaði á að 80 væri næst lagi. Það er bara um að gera að panta gistingu með því að hafa samband við Húnavelli beint. Við þurfum í rauninni ekki að fara að stressa okkur mikið yfir öðru fyrr en eftir verslunarmannahelgi því hann sagðist nú bara plana eina helgi fram í einu. Já og vildi ítreka að þar sem það er bar á staðnum, þá sé ekki leyft að fólk komi með eigin drykki inn í kvöldverðinn á laugardeginum.

Ennþá eru lausar flestar þessar nefndarstöður sem nefndar eru í síðustu færslu.

En hvað segið þið, þið sem rekið hér inn nefið, látið endilega vita hvað þið ætlið að gera, hvort þið komið og hvort þið gistið á tjaldstæðinu eða inni. Það er nefnilega fínt að nota kommentakerfið í það.

Kv. Fríðafrænka