Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Thursday, June 28, 2012

Hverjir eru með?


Nú fer þetta að bresta á og rétt að fara að pota höndum fram úr ermum.
Búið er að afla upplýsinga um verð og hér koma þær:

Tjaldsvæðaverð:

 Nóttin per mann 13 ára og eldri: 800

 og rafmagn kostar 800.

Svo er einhver gistináttaskattur innheimtur sem er 100 krónur per tjald/húsvagn hverja nótt.

Þetta verð er með 20 % ættarmótsafslætti og gildir frá föstudegi til sunnudags þannig að ef einhverjir vilja koma fyrr og eða fara seinna er verðið fyrir umframnæturnar 1000.

Á tjaldsvæðinu eru snyrtingar, heitt og kalt vatn og sundlaug er á staðnum þar sem hægt er að fara í sturtu gegn barnagjaldi.

Við verðum á fráteknu svæði sem mér skilst að sé næst húsunum og þegar Heiðar pantaði í vetur slógum við á að verða plús/mínus 100 manns.

Innigisting:

Búið er að ráðstafa öllum herbergjunum, Heiðar heldur utan um þau mál og þau kosta 5000 krónur per nótt.

Svefnpokapláss í skólastofu kostar 1200 á mann nóttin, frítt fyrir 12 ára og yngri.

Athugið að ekki er í boði nein sala á mat á staðnum þannig að ekki er um að ræða morgunverð með innigistingunni. Allir nesta sig sem sagt.

Við göngum út frá því að hver og einn geri upp fyrir sig gistikostnaðinn en taki þá bara fram að hann sé partur af ættarmótinu.

Sameiginlegur kostnaður er þá að við tökum á leigu sal með eldhúsi laugardaginn og þar eldum við, borðum og höfum gaman saman fram eftir kvöldi. Leigan er 60.000 krónur. Þegar ljóst verður hverjir koma verður verslað og hráefniskostnaði og salarleigu deilt niður.
Við þurftum ekki að greiða neitt staðfestingargjald.
Okkur dettur í hug að í matinn verði læri og meððí, kannski má skoða aðra kosti ef einhverjir hafa snilldarhugmyndir.
Við lýsum hér með eftir sjálfboðaliðum í vinnuna í kring um laugardagskvöldið; matseldina, undirbúning og frágang.
Margar hendur vinna létt verk.

Varðandi aðrar máltíðir mun vera kostur á að fá á staðnum stór grill þar sem væri kannski kjörið að elda saman. Þannig að ekki séu allir að drösla með sér grillum og hálfnýta svo kannski kolin fyrir einn pylsupakka. Ekki sérlega umhverfisvænt. Fólk hefur þá með sér kolaslatta, grillvökvann, eldfærin og matinn.

Það sem við þurfum að gera núna sem allra fyrst er að senda hér inn þáttökutilkynningar. Í fyrstu könnun létu margir vita af sér en nú skulum við staðfesta hér og láta koma fram hversu margir eru 12 ára og yngri. Ég ítreka enn að við skulum nota bloggið sem mest fyrir samskiptin þar sem allir tölvunotendur hafa þar aðgang. Þið megið svo setja leyndarmálin á aðra samskiptamiðla J. Gætum þess líka vel að halda fólkinu okkar upplýstu ef það notar ekki tölvu.
Þetta er líklega orðið gott í bili, nú er best að fara að líta hér inn reglulega og þeir sem vilja setja hér inn færslur meiga gjarnan senda mér þær í tölvupósti; ellatumsu@gmail.com
Bestu kveðjur frá Ellu og Heiðari.