Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Saturday, July 21, 2012

Það kemur auðvitað ekki til mála að hafa síðustu færslu fyrir lokafærslu.
Mér fannst mjög gaman á ættarmóti og hugsið ykkur bara muninn ef við hefðum verið viku seinna! Veðurstofan bendir fólki á að tjöld og ýmis annar búnaður gæti barasta fokið út í veður og vind. Talandi um vind má næsta nefnd kannski huga að því að finna mótsstað þar sem eru góð skjólbelti. Það er tæplega nóg að að þau nái manni í ökla. Líka væri notalegra að hafa styttra á milli húsafólks og tjaldbúa. Það myndi skipta verulegu máli ef viðraði illa til útiveru. Svo skiptir miklu að hafa gott svið og slatta af barnastólum :). Staðurinn var hins vegar fínn fyrir gönguferðir og leiki og stór kostur að þurfa ekki að leggja út staðfestingargjald og geta alveg ráðið matarfyrirkomulaginu.
Vel lukkað fannst mér til dæmis ratleikur sem hristi saman hópana og leiknu sögurnar sem fóru fram úr öllum væntingum. Legg eindregið til að það verði gert að föstum lið, nóg er til af sögunum. Sé alveg fyrir mér Litlu gulu hænuna til dæmis :)
Ég tók sáralítið af myndum, hef trúlega þóst upptekin af öðru en hér eru nokkrar úr ættarlabbinu sem endilega þarf líka að verða að föstum lið.
 Fólk fór upp, hver á sínum hraða og eins langt og hver vildi.
 Berjaþúfur fengu talsverða athygli.
 Þarna fékkst ágæt yfirsýn yfir héraðið
og mótssvæðið.
Þið megið gjarnan senda mér myndir til að setja hér inn, það hafa vafalaust verið teknar mörg hundruð og einhverjar hljóta að eiga erindi við okkur hér.



Komu alls: 13 og eldri 7 til 12 ára 0 til 6 ára Samtals:
Ragna 22 3 1 26
Inga 25 3 12 40
Hlíf 19 0 6 25
Dóra 16 3 5 24
Alls:  82 9 24 115

Thursday, July 19, 2012

Leiðrétting:
Kæra fjölskylda. Hér kemur færsla sem ég er ekkert montin af að þurfa að skrifa en rétt skal vera rétt. Þannig er að fartölvan mín gamla er ekki meiri fartölva en svo að hún gerir ekkert fyrir mig nema vera í sambandi við rafmagn. Til að framkalla lokaútreikning var ég því að vinna í henni á undan borðhaldinu og fékk þar á staðnum síðustu upplýsingarnar í púslið. Þar laumaðist inn í flýtinum ein samlagning sem ekkert átti að vera og í stuttu máli leiddi hún til þess að:
Verð á mat og sal fyrir hvern fullorðin átti að vera 1600 en ekki 2325. Munurinn er semsagt 725 krónur. Barnaverðið er rétt.
Við Heiðar erum sammála um að leysa málið með því að biðja ykkur að senda mér tölvupóst með reikningsnúmeri sem leggja má leiðréttinguna inn á. ellatumsu@gmail.com
Nú þegar vitum við að sumir vilja bara að þessi munur þeirra gangi í sjóð til næsta ættarmóts og auðvitað ráðið þið því hvert og eitt en það munar vissulega um þetta þegar greitt er fyrir marga.
Ég bið ykkur sem lesið þetta að upplýsa ykkar fólk ef þið haldið að þau lesi ekki bloggið svo að ekkert fari á milli mála hjá neinum og ég ítreka að við viljum gjarnan heyra frá öllum sem borguðu þannig að við getum fljólega verið með lokaniðurstöðu á hreinu.
Með afsökunarbeiðni, Ella.

Wednesday, July 11, 2012

Helga Lilja talaði við staðarhaldara og þar kom fram að ekki eru nein rúmföt fyrir gestina, hvorki í skólastofum né herbergjum. Bara dýna. Ég tók það fyrst þannig að það fylgdu sæng og koddi í herbergjunum, vantaði bara verin, en það er sem sagt ekki svo. Gott að vita áður en þið leggið í hann.
Enn er hægt að fá herbergi ef einhver vill.

Datt í hug að dagskrárrammi mótsins gæti litið einhvern veginn svona út:

Föstudagur: Fólk kemur sér fyrir og merkir sig og spjallar. Útigrill ætti þá að vera til reiðu væntanlega.

Laugardagur: Fyrir hádegi létt og góð fjölskyldugönguferð við allra hæfi og ég ætla fljótlega að komast að því hvernig laugin er opin.
 Uppfært:
 http://sundlaug.is/vesturland-sundlaugar/57-varmaland
Laugin er þarna sögð opin á föstudögum kl. 12-21, laugard. og sunnud. 11-18
 Eftir hádegi sápuboltinn og aðrir útileikir sem fólk væntanlega efnir til. Athugið að hafa föt til skiptanna í boltann, spilarar gætu greinilega blotnað. Ég stefni á að taka með mér þvottaklemmur og snúru :)

Síðan kvöldverður með dagskrá.

Heiðar og frú verða með yfirumsjón í eldhúsinu, það er að segja að jafna niður verkefnunum þar. Margir segjast tilbúnir að leggja hönd á plóg.
Í matinn verður úrbeinað lambalæri, kartöflusalat, grænmetissalat, sósa og rabarbarasulta.

 Ég held að við verðum bæði veislustjórar. Ég vona eindregið að þið séuð með eitthvað skemmtilegt á prjónunum. Það má gjarna hvísla því að mér svo að ég sjái sirka hvernig kvölddagskráin gæti litið út. Ég hef haft spurnir af nokkrum atriðum en það er nóg pláss eftir. Við stingum fjöldasöng inn á milli eftir smekk, ég hef heyrt af tveimur gítarleikurum. Ef einhverjir hafa í fórum sínum söngheftin frá því síðast þá endilega grípið þau með en Helga Lilja kemur með slatta.

Sunnudagur: Fólk blandar geði, leikur sér, klárar nestið og tygjar sig til brottfarar þegar líður á daginn, margir eiga stutt heim svo að ekkert liggur á.
Ég minni á myndirnar sem Palli var að tala um að sýna, sjá næstsíðustu færslu.
Ég er núna á hæl og hnakka að setja upp merkimiðaprentunina, held að ég sé búin að fá öll nöfnin svo að það ætti að ganga ef rafmagnið tollir inni og tölvan hrynur ekki. Þið komið með vasa :)
Verið nú dugleg að benda hér á hvort eitthvað er að gleymast.

Staðan núna er svona: 115 gestir, þar af 81 13 ára og eldri. Trúlega 25 til 30 inni í húsi. Veðurspá er ágæt.
Athugið að matinn og salinn er ekki hægt að greiða með posa. Við vitum ekki upphæðina en miðað við nýjustu tölur er salarleigan rúmar 720 krónur á hvern fullorðinn, 1/2 gjald fyrir 7 til 12 ára en ég hef ekki hugmynd um hvað maturinn kostar þar sem ekki er búið að kaupa inn, ég veit bara að sultan er frítt :)
114 búnir að staðfesta + einn sem lítur við á laugardaginn. Eins og ég hef sagt áður er skráningu ekki lokað en mjög gott að vita nokkurn veginn hverjir eru með.
Ég er komin hérna með fáein blöð sem ég hafði út úr Nínu og Fríðu. Þau eru í grænu, bláu, rauðu og gulu. Mér finnst síðra að nota hvítt sem aðallit svona vegna þess að það virkar kannski hlutlaust og meira sem reddingalitur en auðvelt að krydda bláa litinn með því sem bakgrunn eða eitthvað. Einhver ekki sáttur með það?
Ég er til í að prenta út nafnamiðana fyrir alla leggina, búin með Hlífarlegginn, en til þess þarf ég helst að fá nafnalistana í dag. Hentugast að einhver frá hverjum legg sendi mér þá bara beint í tölvupósti og þar þarf að vera skýrt hverra manna hver og einn er. Netfangið mitt er ellatumsu@gmail.com. og síminn 864-2573 464-3550
Ég ítreka enn að allir reyni að tína til barmmerkingaplastvasana úr skúffum sínum en ég verð með drjúgan slatta til reddinga. Eðli málsins samkvæmt þurfa ættmæðurnar minnstu spjöldin og sumt yngsta fólkið þau stærstu en minnsta mál að býtta. Hér eru sýnishorn og myndin stækkar ef smellt er á hana:
Eins og sjá má legg ég áherslu á skýrt letur og stóra stafi enda sjálf komin með tigergleraugu númer þrjú :)
Eru ekki margir búnir að láta sér detta eitthvað gott í hug til að stytta okkur stundir á laugardagskvöldið?
Mig vantar aldursskilgreiningu á börnum sem þessir hafa skráð með sér: Þórmar, Jóhanna R., Ingi Freyr, Dorothea og Freyr. Þetta er til að vita hversu margir eru nógu ungir til að vera greiðslufríir.
Við göngum út frá að þeir sem ekki hafa tilgreint sérstaklega gistimátann verði á tjaldsvæðinu, við ætluðum að láta staðarhaldara vita svona sirka hvað við erum mörg í húsi og á tjaldsvæði.

Thursday, July 5, 2012

Myndir

Frá Heiðari:
Páll bróðir hafði samband í gær og kvaðst ætla að taka saman einhverjar ættarmyndir sem væri hægt að láta rúlla annaðhvort í tölvu eða á tjaldi ef það er í boði þarna. Hann var að spá í því  hvort að einhverjir ættu myndir sem þeir gætu komið með á diski eða lykli sem væri hægt að setja í eina tölvu og sýna. Mætti kannski henda þeim skilaboðum inn á bloggið.
kv.hj

Við gerum ráð fyrir að greiðslum fyrir mat og sal verði háttað svona:
13 ára og eldri: einn hluti,
7 til 12 ára: 1/2 hluti,
0 til 6 ára: frítt.

Wednesday, July 4, 2012

99 búnir að staðfesta takk fyrir og ég hef grun um a.m.k. 5 í viðbót!!

Ég fór að leita og fann 29 barmmerkjaplastvasa sem flestir voru notaðir á síðasta móti. Ég legg til að við upprunamerkjum mannskapinn :) Það er þannig gert að ef ég tek dæmi af mínu fólki þá stendur bara Hlíf á spjaldi mömmu en ömmustrákur minn væri svona:
Hlíf
Elín
Kjartan
Jóhann Smári.

Mamma hans væri svona:
Hlíf
Elín
Kjartan
Maki: Elsa Guðný


Með þessu móti þarf ekkert að velta vöngum yfir tengingunni. Ég veit fyrir víst að enginn sem verður á svæðinu þekkir alla og margir þekkja tiltölulega fáa, það gildir ekki síst um viðhengin sem ég kýs að skáletra.

Ég er svo treggáfuð að ég næ hreint ekki að melta alla í fyrstu kynningu og það er vandræðalegt að vera að margspyrja blásaklaust fólk trekk í trekk; hvur á þig góði minn? Ég hef ekki trú á að ég sé ein um þetta. Mér sýnist á þessum vösum að síðast hafi mömmu leggur verið grænn, Rögnu rauður og Helga segir hvítt fyrir Dórulegg. Ég geri ráð fyrir að útbúa merkin fyrir mína afkomendur og ég get vel tekið að mér fleiri ef vill og það má ræða það eftir helgina.
Uppfært: Ég er búin að finna 6 vasa í viðbót, kemur sér vel að hafa af og til tekið þátt í sýningum. Þeir eru mjög misstórir þannig að nóg pláss ætti að vera fyrir yngstu manneskjurnar sem geta verið komnar með einar 5 línur held ég. Var að hugsa hvort ekki væri skilmerkilegast að allir noti hvítan grunn með ef til vill svörtu letri og túss eða áherslupenna í viðeigandi lit umhverfis? Hvaða lit kýs Inguleggur?


Nú fer ég á morgun áleiðis að jarðarför á Ísafirði og kem ekki heim í netsamband fyrr en á mánudag þegar ég verð búin að keppa í Ull í fat á Hvanneyri.

Ég er til í að halda utan um góðar dagskrárhugmyndir en aðrir eru örugglega betri í að framkvæma þær. Mokum þeim hingað inn og sjáum hvernig það kemur út.

Tuesday, July 3, 2012

Þetta lítur reglulega vel út, mér virðist stefna í hundraðið svei mér þá. Ég verð að ítreka að við mælumst til að allir sem ætla að vera með láti vita hérna inni núna, þá á ég við líka þá sem létu ákveðið vita í vetur með herbergjapöntunum jafnvel. Við þurfum þetta meðal annars vegna matarinnkaupanna. Í okkar kynslóð vantar að fregna frá Einari Jónasi, Heiðveigu, Einari Jóhanns, Árna, Atla og Dóru Björk. Rifjum svo líka upp hvort verið geti að einhver hafi enn ekki frétt af þessu brambolti okkar. Ég færi þessar upplýsingar jafnóðum inn á skjal til að hafa yfirsýn.
Athugið samt að ekki verður lokað fyrir skráningar og eins kann vel að vera að einhver forfallist á síðustu stundu þannig að ekki verður búin til endanleg tala um kostnaðinn fyrr en á mótinu en þetta stefnir í að salarleigan deilist vel út. Við gerum ráð fyrir að börn greiði hálft gjald fyrir mat og sal en aldursmörk eru ekki frágengin hvað það varðar.

Þá að öðrum málum: Við hvetjum eindregið mannskapinn til að leggja nú hausinn í bleyti og upphugsa eitthvað skemmtilegt á kvöldvökuna. Við erum ekkert á leiðinni á ættarmót til að horfa bara og hlusta á hina heldur taka þátt. Þú getur rifjað upp gamalt þorrablótsatriði, kallað fólk á svið til að leika frumsamið efni, sungið gamanvísur notaðar eða nýjar, lesið frásöguþátt, látið fólk leika orð a la útsvar og svo framvegis og framvegis. Nú er ég að tala við ykkur öll, krakkana líka auðvitað. Styttri atriði eru oft betri en lengri. Ágætt væri líka að hafa eitthvert efni til fjöldasöngs, ertu kannski til í útgáfuna eins og síðast Helga Lilja? Okkur Heiðari þótti sorglegt í gærkveldi hvað við virðumst lítið hafa framleitt af tónlistarfólki sem gefur kost á undirleik, er einhver þarna sem er til í að grípa með sér gítar eða getur glamrað undir á hljómborð, harmoniku eða eitthvað? Kannski einhver hafi fundið hentugan maka í þetta?

Eins og síðast skulum við taka með okkur allt sem við finnum af nafnspjaldabarmnæluplastvösum til að merkja mannskapinn, ég get reynt að finna pappír í fjórum litum til að merkja greinarnar. Hver vill hvaða lit? Það hafa komið fram hugmyndir um að hver leggur auðkenni sig með einhverjum hætti en hvað sem fólki dettur í hug í því sambandi er samt full þörf á nafnamerkingum líka þar sem stöðugt bætast við nýir afkomendur og viðhengi.

Mér þykir sennilegt að fólk komi almennt á svæðið á föstudeginum, og tínist svo á brott seinni part sunnudags. Takið með ykkur allra handa útileikjadót og svo finnum við kannski einhverja þægilega leið fyrir sameiginlegan labbitúr fyrri hluta laugardagsins?

Hugmyndabankinn er opinn hér upp á gátt og öll innlegg vel þegin.
Ella Kjartans.

Thursday, June 28, 2012

Hverjir eru með?


Nú fer þetta að bresta á og rétt að fara að pota höndum fram úr ermum.
Búið er að afla upplýsinga um verð og hér koma þær:

Tjaldsvæðaverð:

 Nóttin per mann 13 ára og eldri: 800

 og rafmagn kostar 800.

Svo er einhver gistináttaskattur innheimtur sem er 100 krónur per tjald/húsvagn hverja nótt.

Þetta verð er með 20 % ættarmótsafslætti og gildir frá föstudegi til sunnudags þannig að ef einhverjir vilja koma fyrr og eða fara seinna er verðið fyrir umframnæturnar 1000.

Á tjaldsvæðinu eru snyrtingar, heitt og kalt vatn og sundlaug er á staðnum þar sem hægt er að fara í sturtu gegn barnagjaldi.

Við verðum á fráteknu svæði sem mér skilst að sé næst húsunum og þegar Heiðar pantaði í vetur slógum við á að verða plús/mínus 100 manns.

Innigisting:

Búið er að ráðstafa öllum herbergjunum, Heiðar heldur utan um þau mál og þau kosta 5000 krónur per nótt.

Svefnpokapláss í skólastofu kostar 1200 á mann nóttin, frítt fyrir 12 ára og yngri.

Athugið að ekki er í boði nein sala á mat á staðnum þannig að ekki er um að ræða morgunverð með innigistingunni. Allir nesta sig sem sagt.

Við göngum út frá því að hver og einn geri upp fyrir sig gistikostnaðinn en taki þá bara fram að hann sé partur af ættarmótinu.

Sameiginlegur kostnaður er þá að við tökum á leigu sal með eldhúsi laugardaginn og þar eldum við, borðum og höfum gaman saman fram eftir kvöldi. Leigan er 60.000 krónur. Þegar ljóst verður hverjir koma verður verslað og hráefniskostnaði og salarleigu deilt niður.
Við þurftum ekki að greiða neitt staðfestingargjald.
Okkur dettur í hug að í matinn verði læri og meððí, kannski má skoða aðra kosti ef einhverjir hafa snilldarhugmyndir.
Við lýsum hér með eftir sjálfboðaliðum í vinnuna í kring um laugardagskvöldið; matseldina, undirbúning og frágang.
Margar hendur vinna létt verk.

Varðandi aðrar máltíðir mun vera kostur á að fá á staðnum stór grill þar sem væri kannski kjörið að elda saman. Þannig að ekki séu allir að drösla með sér grillum og hálfnýta svo kannski kolin fyrir einn pylsupakka. Ekki sérlega umhverfisvænt. Fólk hefur þá með sér kolaslatta, grillvökvann, eldfærin og matinn.

Það sem við þurfum að gera núna sem allra fyrst er að senda hér inn þáttökutilkynningar. Í fyrstu könnun létu margir vita af sér en nú skulum við staðfesta hér og láta koma fram hversu margir eru 12 ára og yngri. Ég ítreka enn að við skulum nota bloggið sem mest fyrir samskiptin þar sem allir tölvunotendur hafa þar aðgang. Þið megið svo setja leyndarmálin á aðra samskiptamiðla J. Gætum þess líka vel að halda fólkinu okkar upplýstu ef það notar ekki tölvu.
Þetta er líklega orðið gott í bili, nú er best að fara að líta hér inn reglulega og þeir sem vilja setja hér inn færslur meiga gjarnan senda mér þær í tölvupósti; ellatumsu@gmail.com
Bestu kveðjur frá Ellu og Heiðari.

Thursday, February 9, 2012

Frá herra Gúggla

Ég fór að gúggla og ég get ekki séð að Varmaland sé með sérstaka heimasíðu en á þessari síðu fann ég þessa umfjöllun. Ég leyfi mér að setja hana hérna inn í trausti þess að það sé í lagi ef ég set inn tengilinn:
http://blogg.visir.is/utilegur/2008/07/28/varmaland-i-borgarfir%C3%B0i-25-27-juli/
Þetta hljómar ekki illa, rétt að athuga þetta með að taka frá pláss á tjaldsvæði svo að við dreifumst ekki um allar koppagrundir.
ATHUGIÐ AÐ FÆRSLAN ER AÐ VERÐA FIMM ÁRA GÖMUL SVO AÐ SITTHVAÐ GETUR HAFA BREYST, VONANDI ÞÓ EKKI TIL HINS VERRA.
--------------------------------------
Upphaflega ætluðum við að tjalda að Hraunsnefi í Borgarfirði um helgina enda leist okkur alveg gífurlega vel á staðinn miðað við það sem við sáum á heimasíðunni þeirra:http://www.hraunsnef.com/  Við gengum meira að segja svo langt að bóka okkur “bás” þar á tjaldstæðinu gegnum netið á miðvikudeginum.  Það má þó í raun segja að heimasíðan þeirra sé of flott enda urðum við fyrir vonbrigðum þegar við komum þangað.  Við ákváðum því að afbóka “básinn” okkar og kíkja í staðinn í Varmaland.
Ég man þegar við komum fyrst í Varmaland í fyrra (einnig eftir að hafa hætt við annað tjaldstæði) að okkur leist nú ekkert á staðinn við fyrstu sýn, fannst vanta leiktæki o.fl., en létum okkur samt hafa það.  Raunin varð hins vegar sú að allir skemmtu sér konunglega, bæði börn og fullorðnir og varð það einnig raunin núna.  Leiktækjaskortur kemur lítið sem ekkert að sök enda nota krakkarnir skemmtilegt landslagið og skurði sem afmarka tjaldstæðið sem leikvelli í stað trampolína o.s.frv. og virðast reyndar skemmta sér miklu betur þannig.  Fyrir ofan svæðið gnæfir fjall/klettur og er gaman að fara í gönguferðir þangað upp, enda útsýnið vægast sagt geggjað.  Einnig eru þarna leiktæki fyrir allra minnstu börnin, eins og rólur, rennibraut og sandkassi auk þess sem flottur fótboltavöllur er skammt frá, að ógleymdri sundlauginni.  Já, það er rétt… það er sundlaug á staðnum, fín 25 m laug með einum heitum potti og ágætum sturtuklefum.  Öll aðstaða á tjaldstæðinu sjálfu er einnig mjög góð.
Við vorum mjög heppin með veður og langflesta nágranna þessa helgi og útilegan í Varmalandi var bara nánast fullkomin.  Þannig var það líka í fyrra !!
Verð: 700 kr. sólarhringurinn fyrir hvern fullorðinn en frítt fyrir börn yngri en 12 ára …  Aðstaða: Frábær - bæði heitt og kalt vatn, vaskar og salerni, auk sturtu- og sundlaugaaðstöðu gegn greiðslu yfir daginn …  Leiktæki: Ekki er mikið um leiktæki, utan fótboltavallar, nema kannski fyrir yngstu börnin …  Umhverfi: Mjög fallegt og skemmtilegt, ekki síst ef gengið er upp á klettinn fyrir ofan svæðið …  Fjarlægð/tími frá Reykjavík: Það tekur tæplega eina og hálfa klst. að aka frá Reykjavík og að Varmalandi.
Stjörnugjöf: 4/5
Gott ráð: Það er ekki vitlaust að spyrja staðarhaldara (inni í sundlaug) hvort von sé á hópum eða eitthvað ákveðið svæði frátekið fyrir hópa, áður en maður tjaldar.  Tjaldstæðið er nefnilega ansi stórt, tekur ca. 300 manns og hægt að vera sitt hvorum megin við veginn inn á svæðið.  Okkur hefur sýnst að stærri hópar séu oftast norðan megin við veginn, en þó er bara best að spyrja í afgreislunni.

Þá er því slegið föstu.

Við teljum að svo margir séu jákvæðir að við sláum þessu föstu. Það er að segja stað og stund.

Í boði eru 10 herbergi. Mér skilst að þau séu tveggja manna en væri hægt að skjóta inn aukadýnu ef vill. Þau kosta 5000 nóttin. (Er ekki rétt skilið Heiðar að herbergið sé á þessu verði en ekki gisting per mann í herbergi eða?)
Mér er sagt að Atli, Ragna, Einar K, Elfa og Heiðar séu búin að gefa út að þau vilji herbergi þannig að 5 eru eftir.
Látið endilega vita í kring um ykkur þau sem ykkur þykir líklegt að langi í þennan kost. Er ekki líklegt að það séu helst þeir hrörlegustu :)?

Líka er í boði svefnpokapláss á dýnu í skólastofu og það hlýtur að vera meira fjör? Gaman saman þið vitið. Kannski líka ágætt að vita af því sem flóttaleið ef tjaldsvæði rignir á kaf. Þar kostar nóttin 1000 og ég get varla ímyndað mér að þörf sé á að panta slíkt með löngum fyrirvara.

Nóttin á tjaldsvæði kostaði 800 í fyrra, ekki komið á hreint hvað verður núna. Þar geri ég ráð fyrir að sé miðað við per fullorðin.

Ég verð að viðurkenna fávisku mína á þessu sviði þannig að við beinum spurningum til Heiðars ef eitthvað er óljóst sem þið viljið vita sem fyrst um staðinn. Gerið það samt endilega á þessum vettvangi þannig að allir geti haft gagn af.

Nú skuluð þið bara fara að semja skemmtiþætti og upphugsa leiki.

Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta sem verðskuldar færslu þá skuluð þið senda mér það í tölvupósti ellatumsu@gmail.com og ég skal glöð setja það hér inn. (Þegar netið hangir inni hjá mér.) Eða Fríða. fridakjartans@gmail.com


Sunday, February 5, 2012

Hvar og hvenær?

Kæru þið öll. Það er víst kominn tími á að gera eitthvað róttækt í ættarmálum er það ekki? Eins og einhverjir muna væntanlega komumst við að þeirri niðurstöðu síðast að Heiðar myndi verða góður í að halda utan um þetta næst og ég tók að mér að segja honum frá þessu áliti okkar og þegar ég gerði það létti ég höggið með því að bjóðast til að "hjálpast að". Síðan höfum við hist við eina jarðarför og haldið símafundi. Við töldum rétt og skynsamlegt að leita fyrir okkur um vesturlandið að þessu sinni og eftir nokkurt grúsk lenti Heiðar á Varmalandi í Borgarfirði. Þar vildi svo til að allt sumarið var bókað en ein helgi var að detta út; 13-15. júlí. Staðurinn virðist með viðráðanlega verðskrá og aðstöðu.

Nú er spurningin, hvað sýnist ykkur um stað og tíma? Að líkum eru alltaf einhverjir sem eru bókaðir annað, en ef þokkalegur hópur er til í þetta sláum við líklega til.

Heiðar setti inn á fésbókina eitthvað um málið en bæði er það að við erum nokkur sem ekki erum þar og svo held ég að auðveldara sé að halda utan um pakkann hér á blogginu og þá líka aðgengilegra að lesa síðar eftir þörfum.
Látið endilega skoðanir í ljós sem fyrst, við þurfum að staðfesta staðinn nú á næstu dögum.
Ella K.

Lokafærslan vegna mótsins 2008

Hér er færslan sem höfð var efst í sambandi við ættarmótið 2008
Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2008.

Helgin sem um ræðir er 15. - 17. ágúst. Staðurinn er Húnavellir. http://www.hotelhunavellir.is/
s.4535600/8984685. Þeir sem vilja gista inni panta sjálfir gistingu fyrir sig, þeir sem verða á tjaldsvæðinu þurfa ekki að panta fyrirfram.
Það er gert ráð fyrir að allir gestir ættarmótsins taki þátt í hátíðarkvöldverði á laugardeginum og inni í verðinu fyrir þann kvöldverð er svo aðstaða inni alla helgina. Þannig að með því að kaupa þann kvöldmat, auk þess að borga fyrir þá gistingu sem hentar hverjum og einum, hvort sem það er svefnpokapláss, tjaldstæði eða uppbúið rúm, þá erum við í leiðinni búin að fá aðstöðu inni í skjóli fyrir veðrum og vindum.

Matseðillin er:

Rjómalöguð sveppasúpa, lambalæri og frönsk súkkulaðikaka með rjóma í eftirrétt, á 3.500 kr. og hálft verð fyrir 6 -12 ára að báðum árum meðtöldum, og frítt fyrir yngri börn.


Verðið á gistingunni er svona:

Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði: ein nótt 7.780, tvær nætur 14.800, þrjár nætur 21.000
Gistinga fyrir einn í herbergi með morgunverði: ein nótt 5.880, tvær nætur, 11.100, þrjár nætur 16.020
Dýna: 800
Uppábúin dýna: 1.600
Svefnpokapláss í tveggja manna herbergi með morgunverði: 6.180
Svefnpokapláss í eins manns herbergi með morgunverði: 4.990
Svefnpokapláss í skólastofu, morgunverður ekki innifalinn: 1.300

Tjaldstæði
Fullorðinn: 600
Börn 12 ára og yngri fá frítt
Rafmagn pr. sólarhring: 350

Morgunverðarhlaðborð
Fullorðnir: 980
Börn 6 - 13 ára: 490
Börn 5 ára og yngri fá frítt

Sundlaug og pottur opið 14:00 til 21:30
Fullorðnir: 300
Börn 6 - 13 ára: 150
Veiði í Svínavatni - ein stöng á dag 1.000