Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Wednesday, August 20, 2008

Takk fyrir okkur :)

Er ekki vel við hæfi að birta hér mynd af tveimur dyggum mökum skimandi eftir einhverju sem við vitum ekki alveg hvað er. Munið að við höfum talað um að fólk skrifi færslur um mótið sem ég get birt hér, það er um að gera að búa til reynslubanka og segja hvað manni fannst vel heppnað og hvað mætti gera betur næst. Orðið er laust.

Wednesday, August 13, 2008

Allt að smella saman

Brátt rennur stundin upp. Ég ætla að reyna að hafa þetta síðustu færsluna. Það er nokkurnveginn komið á hreint hvað við verðum mörg, en það er eins gott að taka það samt fram að þótt einhver hafi ekki getað sagt með vissu að hann kæmi, þá er fólk líka velkomið á síðustu stundu. Góða veðrið sem ég pantaði ætlar að skila sér svo það er bara um að gera að koma sér í ættarmóts góðaskapið og fara að hlakka (meira) til.

Dagskráin er ekki fullmótuð, en það er komin beinagrind sem lítur svona út (Staða dagskrárstjóra er ennþá laus, sjálfboðaliðar óskast):

Föstudagur: Fólk kemur og tjaldar eða kemur sér fyrir í þeim herbergjum sem búið er að panta. Ekki ákveðin dagskrá, en ef gott er veður væri upplagt að skella sér í labbitúr um nágrennið og kanna aðstæður?
Laugardagur: Fleira fólk kemur og kemur sér fyrir.
Kl. 12 – 14. Nefndin (Fríða og Jóhanna R líklega) aðstoða staðarhaldara við að innheimta greiðslu fyrir gistingu og kvöldmat. Það er sem sagt þá og ekki á öðrum tímum sem fólk borgar fyrir þá þjónustu sem það kaupir þarna á staðnum. Og sem kvittun fær fólk þá nafnspjald sem gott er að hafa sýnilegt það sem eftir er mótsins.
14 – 18? Leikir og fleira.
19? - ? Sameiginleg kvöldmáltíð, matseðill kemur fram í næstu færslu hér á undan. Dóra Björk ætlar að sjá til þess að einhver taki að sér veislustjórn (hún sjálf?), Helga Lilja ætlar að búa til sönghefti, Jóhanna R ætlar að koma með videó sem má kannski sjá þá ef staðarhaldara tekst að vera búinn að útvega skjávarpa. Fleiri tillögur vel þegnar. Kann einhver að spila undir fjöldasöng? Og tekið skal fram að þar sem bar er á staðnum er ekki gert ráð fyrir að fólk komi með eigin drykki inn í kvöldmatinn.
Sunnudagur: Fólk tínist í burtu sjálft að eigin geðþótta. Kannski maður byrji á kapphlaupi samt áður en fólk fer að pakka saman?

Pökkunarlisti: Nú, og það sem þarf að pakka er þá fyrst og fremst góða skapið og svo má kíkja í skúffur og gá hvort maður á í fórum sínum gömul nafnspjöld sem má endurnýta. Það stendur ekki til að vera með neinn ættarmótssjóð, þannig að fólk ætti ekki að hafa önnur útgjöld en það sem Húnavellir fá fyrir mat, gistingu og aðstöðu. Svo er um að gera að taka bolta, sippubönd, og allskonar útileikjatæki með. Og munið, þetta er á Húnavöllum, ekki í Húnaveri. Kíkið endilega á heimasíðuna sem tengt er á hér að ofan og athugið hvað er í boði á staðnum. Okkur ætti ekki að leiðast, svo mikið er víst.

Smá praktískt í lokin. Þeir sem lögðu út fyrir staðfestingargjaldi fá endurgreitt þegar mótið er búið, ég held það sé einfaldast að staðarhaldari hreinlega millifæri til baka á minn reikning og ég skipti því svo niður á þá sem voru búnir að leggja pening í púkkið. Þetta er auðveldara en að blanda staðfestingargjaldinu inn í það sem við svo borgum hvert fyrir sig núna um helgina.

Sjáumst :)
Fríðafrænka

Thursday, August 7, 2008

Matseðill og fleira

Þá er komin tilaga að matseðli.

Rjómalöguð sveppasúpa, lambalæri (sem hann lýsti mjög fallega), og frönsk súkkulaðikaka með rjóma í eftirrétt, á 3.500 kr. og hálft verð fyrir 6 -12 ára að báðum árum meðtöldum, og frítt fyrir yngri börn.

Mér sýnist þetta nokkuð pottþétt, og ætti að falla að smekk flestra.


Ég ætla að reyna að halda utan um fjöldan og staðarhaldari vill fá töluna á þriðjudag 12 ágúst.

Ég tek niður fjöldan í mínum legg og Ella verður með Hlífar legg svo það vantar einhvern frá Ingu og Dóru legg sem væri til í að taka saman fjöldan hjá sínu fólki. Þegar svo einhverjar tölur eru komnar (helst fyrir þriðjudag) að koma því á comment eða senda mér póst johanna@plusnet.is


Það er hægt að fá skjávarpa þarna en það þarf að panta hann og ég ætla að gera það þegar ég læt vita með fjöldan.

Það er líka hægt að fá hljóðkerfi en það kostar 15.000 ,hann þarf að leigja það af öðrum,svo mér finnst það þá varla koma til greina, eða hvað finnst ykkur?

Kveðja Jóhanna Ragnars.