Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Friday, March 28, 2008

Verð og nefndir

Kæru ættingjar

Ég hef samið við Húnavelli um að við fáum aðstöðu þar 15. - 17. ágúst til að halda ættarmót. Til að við getum bókað þá helgi þurfum við að borga 50.000 krónur í staðfestingargjald sem búið er að ganga frá. Þ.e. ég er búin að borga þetta en það er ekki alveg endanlega alveg komið á hreint hverjir taka þátt í því með mér. Að gefnu tilefni vil ég benda á að staðfestingargjald er bara svona gjald sem þarf að borga til að taka helgina frá og hefur þannig séð lítið með heildarkostnaðinn að gera. Auk þess þurfa þeir sem vilja bóka herbergi að greiða 5000 krónur í staðfestingargjald fyrir þá pöntun, hver fyrir sig, inn á reikning 0307 26 670 kt. 6703060890. Þetta staðfestingargjald verður svo dregið frá því sem maður borgar fyrir það sem maður kaupir þarna, gistingu og mat. Ég geri ekki ráð fyrir að vera milligöngumaður þegar fólk pantar gistingu.

Það er gert ráð fyrir að allir gestir ættarmótsins taki þátt í hátíðarkvöldverði á laugardeginum og inni í verðinu fyrir þann kvöldverð er svo aðstaða inni alla helgina. Þannig að með því að kaupa þann kvöldmat, auk þess að borga fyrir þá gistingu sem hentar hverjum og einum, hvort sem það er svefnpokapláss, tjaldstæði eða uppbúið rúm, þá erum við í leiðinni búin að fá aðstöðu inni í skjóli fyrir veðrum og vindum.

Eftirfarandi verðlisti gefur vonandi vísbendingu um hvað þetta svo kemur til með að kosta, við getum svolítið ráðið því hvað við kaupum flottan kvöldverð, en verðið á gistingunni er allavega svona:

Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði: ein nótt 7.780, tvær nætur 14.800, þrjár nætur 21.000
Gistinga fyrir einn í herbergi með morgunverði: ein nótt 5.880, tvær nætur, 11.100, þrjár nætur 16.020
Dýna: 800
Uppábúin dýna: 1.600
Svefnpokapláss í tveggja manna herbergi með morgunverði: 6.180
Svefnpokapláss í eins manns herbergi með morgunverði: 4.990
Svefnpokapláss í skólastofu, morgunverður ekki innifalinn: 1.300

Tjaldstæði
Fullorðinn: 600
Börn 12 ára og yngri fá frítt
Rafmagn pr. sólarhring: 350

Morgunverðarhlaðborð
Fullorðnir: 980
Börn 6 - 13 ára: 490
Börn 5 ára og yngri fá frítt

Sundlaug og pottur opið 14:00 til 21:30
Fullorðnir: 300
Börn 6 - 13 ára: 150
Veiði í Svínavatni - ein stöng á dag 1.000

Verð í hátíðarmáltíð er samið um í hverju tilviki fyrir sig, börn 6 - 12 ára borga hálft gjald.
Aðstaða inni er innifalin í sameiginlegri máltíð.


Nú, og svo held ég að það sé að verða kominn tími á að auglýsa eftir sjálfboðaliðum í nefndir. Þær nefndir sem mér dettur í hug að gæti verið sniðugt að hafa eru til dæmis:

Dagskrárnefnd (utan kvöldverðar), sem sér um að finna upp á leikjum og öllu mögulegu skemmtilegu fyrir unga jafnt sem aldna, saman og sitt í hvoru lagi.

Kvöldverðarnefnd sem sér um að ákveða matinn og samskipti við Húnavelli um það mál. Og heldur utan um skráningar í kvöldmatinn.

Kvöldverðardagskrárnefnd sem sér um að fólk skemmti sér yfir borðhaldinu, útbýr sönghefti, finnur veislustjóra, finnur gítarleikara og svo framvegis.

Fleiri hugmyndir að nefndum?

Já, og nefndin sem ég er í sem sér um bloggið.

Fyrstur kemur, fyrstur fær, hver vill vera í hvaða nefnd?

P.s. Smá uppfærsla. Það er einn fulltrúi frá hverri systur búinn að taka á sig 10.000 af staðfestingargjaldinu þannig að það er alltsaman frágengið.

Monday, March 17, 2008

Staðfestingargjald

Jæja, þá er ég búin að finna stað. Sumstaðar er farið fram á gífurlega hátt staðfestingargjald og ætlast til að þeir sem standa fyrir þessu bæði sjái um að innheimta þann pening og raða fólki í rúm og hvað veit ég. Ekki langar mig mikið til að standa í því. En á Húnavöllum er ekki alveg svona mikið í höndum "nefndarinnar" þótt það þurfi að greiða 50.000 í staðfestingargjald. Ég gæti svosem alveg lagt út fyrir þessu en langar samt til að stinga upp á því að hver leggur borgi 10.000. Þá sé ég um 20.000, við erum jú flest í mínum systkinahóp. Hvað segið þið um það, hver og hverovill? Plís, bjóðið ykkur nú fram svo ég þurfi ekki að leggjast í símann og betla. Ef einn afkomandi hverrar systur tekur þannig á sig 10.000 og þá er þetta alltsaman orðið viðráðanlegra. Sjálfboðaliðar sendi mér tölvupóst á fridakjartans@gmail.com og ég sendi þá upplýsingar um hvert á að senda peninginn.

En eins og ég segi, þá er ég búin að bóka Húnavelli þessa umræddu helgi. Ég hef talað við fólk sem hefur verið þar á ættarmóti og það hefur látið mjög vel af því. Þannig að ég held nú að það eigi eftir að verða fínt.

Friday, March 7, 2008

Dagsetning 15. - 17. ágúst 2008

Góðir hálsar og aðrir hálsar, ættingjar og fleiri.

Nú er ég búin að hafa smá vonda samvisku yfir þvi að hafa ekkert gert í þessum málum eins og góðum nefndarmanni sæmir. Svo lagði ég höfuðið áfram í bleyti og talaði við margt fólk og þykist nú nokkuð viss um að helgin 15 - 17 ágúst gangi upp. Svo eru tveir staðir sem ég hef augastað á og ég er að bíða eftir tilboðum þaðan. Og bæði snúast tilboðin um helgina 15 - 17 ágúst.

Þannig að... Ættarmótið verður þá helgi. Og nánari upplýsingar um þetta alltsaman koma alveg örugglega fyrir páska. Og þá ætla ég nefnilega líka að láta aðra taka við af mér við að búa til dagskrá og allt það. Innan þeirra ramma sem staðarhaldarinn setur þó.

Það er smá hausverkur með tryggingargjald, ég vil jú ekki sjálf ganga í ábyrgð fyrir miklum pening, en ég held að það ætti að ganga upp ef ég fæ fleiri í lið með mér, við leysum þann vanda. Mér sýnist það hreinlega ekki ætla að ganga upp að panta eitthvað án þess að borga tryggingargjald. Þar sem það er hægt segist fólk bara ekki taka ættarmót lengur. Svo nú er eins gott að sýna hvað okkar fyrirmyndarætt getur hagað sér vel eina helgi. Við erum sko alls ekki eins og hinir lúðarnir sem koma óorði á alla ættingjana á einu bretti með því að drekka sig útúrhaugafulla og liggja svo á flautunni í húsbílnum alla nóttina og halda vöku fyrir saklausum útlendingum sem eiga af tilviljun leið hjá.

ps. vúpps, ég hafði víst óvart seinkað þessu um einn dag og er búin að leiðrétta þetta núna.

Fríða