


Öll við komum að Koðralæk
Kát bæði hress og spræk
Það skal verða voða sniðugt partý.
Við ærum alla í sveitinni
-að mér heilli og lifandi-
Látum verða veislunni margt í.
H.E.
---------------------------------
Öll við munum skunda þangað býsna fljót
og okkur skemmta þar á einhvern veg
og líka ég.
Þar munu hittast allra handa ættingja
og eitthvað sniðugt læðist fram um gættir þar.
Og skrítið fólk og skemmtið maður sér.
Já, það finnst mér.
Það allt mun ganga vel.
Ekki það ég tel,
þó einhver hrapi á hausinn þúfum í.
Og börnin blotni í læk,
þau bara verða spræk
og hlaupa glöð um holtin fyrir því.
H.E.
-------------------------------------Ljóðið um ættarmótið. (með stórum staf) (eftir Ingigerði Einarsdóttur 1990)
Lag: Blessuð sértu sveitin mín
Ó, þú kæra ættin mín
ættin mín af Högna kyni.
Mun ég ætíð minnast þín
meðan sól á Bláfell skín.
Já, ættin mín er ekkert grín,
með ótal dætur og marga syni.
Yndislega ætin mín
er af Presta-Högnakyni.
Ættin dreifðist að og frá,
enda er lífsins straumur þungur.
Inn til dala og út við sjá
anga af henni finna má.
Ýmist beint eða út á ská
hún æxlaðist um landsins klungur
og hún nær eins og hér má sjá
að Holtakotum austur í Tungur.
Krakkarnir í koti því
komust fimm á manndósmaldur.
Uxu upp með hopp og hý
um holtabörð og keldudý.
Lóan söng hér dirrin dí,
í dældum urpu spói og tjaldur.
Hver saga forn er saga ný,
svona er rammur lífsins galdur.
Svo fæddust börn að frónskum sið,
það fjölgaði í herrans nafni,
eftir skifting út á við
hér árangurinn sjáið þið.
Ef þið brúkið sama sið
mér sýnist víst að ættin dafni.
Allra best er ungviðið
á ættartrésins greinasafni.
Verði æfin við oss góð,
svo vafstur okkar komi að notum,
svo við megum sæl og rjóð
svamla um lífsins Kjóaflóð.
Við munum hlúa mild og hljóð
að minninganna tóftarbrotum.
Nú sungið er á enda ljóð
um ættarmót í Holtakotum.
---------------------------------
Niðjabragur (eftir Dórotheu Einarsdóttur, 1990)
Lag: Frjálst er í fjallasal
Hópast nú hingað skal
harðsnúið niðjaval.
Það er svo þjóðlegt og gaman.
Ungir og aldnir með,
upphefja nú sitt geð,
kveða og syngja hér saman.
Komum að Koðralæk,
kætist þá æskan spræk.
Hvað skal nú helst fyrir taka?
Glápa og góna á
græn tún og fjöllin blá.
Hlusta á heiðlóur kvaka.
Labba um laut og hól,
líta hið gamla ból.
Þarna bjó afi og amma;
kýrnar og kindurnar;
kálfar og hænurnar.
Hentist á hestbak hún mamma.
Héðan við höldum brott,
harla var þetta gott,
að hittast og heilsast og kynnast.
Heitum því hér og nú,
hópurinn – ég og þú -,
fljótlega aftur að finnast.
1 comment:
Hæ Frída takk og flott med thessa sídu og ad thú komst hugmyndinni í framkvæmd og svo megum vid sja um ad thví verdi sett af stad.
ég er allavega mjög glöd ad geta fylgst med hérna og eg vona ad komi tharf ad finna út úr thví hvenær ég fæ sumarfrí eg fylgist ´med hvar og hvenær thetta verdur haldid .
Post a Comment