Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Friday, February 15, 2008

Fyrsta umræða

Nei vitiði nú hvað. Þetta gengur ekki svona. Nú flýtti ég mér að setja upp þessa bloggsíðu: http://holtakot.blogspot.com/ til að það yrði ekki meiri ruglingur með þessa tölvupósta. Sumir póstar fara víst bara á síðasta ræðumann en ekki til allra, eða til mín. Þannig að ég er búin að missa yfirsýnina. Viljiði gera mér þann greiða að tékka á því hvort ég hafi nú örugglega verið á listanum yfir þá sem þið senduð svarpóst til. Stundum gerist það ef maður ýtir bara á "reply" og ekki "reply to all" að svarið fer bara á síðasta ræðumann.

Og svo vil ég leggja til að við förum að nota kommentakerfið á þessari bloggsíðu til að tala um þetta og hlífa þá þeim sem vilja frekar vera utan þessarar umræðu og eru til í allt eða þannig. Og látið endilega foreldra ykkar og börn og barnabörn og maka og tengdabörn og barnabarnabörn vita allt sem máli skiptir. Þ.e. slóðina á þessa síðu t.d. ef fólk vill fylgjast með ferlinu, eða bara stund og stað þegar þar að kemur.

En, ég allavega er búin að fá nokkrar tillögur sem annaðhvort snúast um fyrri part sumars eða seinni part sumars. Ég reyndar veit ekki alveg af hverju fólki finnst ágúst ekki góður mánuður. Nú bý ég hjá tjaldstæði og sé að það er nánast tómt strax eftir verslunarmannahelgi, þrátt fyrir fínasta veður. Höldum við Íslendingar að það sé ekki hægt að vera í tjaldi í ágúst? Ég sé allavega marga kosti við ágúst. Er einhver sem getur alls ekki séð af t.d. helginni eftir verslunarmannahelgi til að koma á ættarmót?

Nú og ef þið viljið skrifa pósta, ekki bara komment(athugasemdir) á þessa síðu, sendið þá á mig og ég sé um að birta þá. Það er víst best að það séu ekki margir að grauta í því.

Frænkukveðja,
Fríða

10 comments:

ella said...

Gott, fínt litla systir. Það sem ég sagði í leynipóstinum var þetta: "Halló þið öll. Helgina 11-14 júlí er nokkuð pottþétt að ég kæmi ekki því að þá er mót Agnarsmegin hér heima í sveitinni og alveg öruggt að hann mundi velja að fara styttri leiðina. Að öðru leyti er mér sama, nema kannski ekki um Hrafnagilshátíðarhelgina sem er næst á eftir verslunarmannahelginni. Tímasetningu væri annars heppilegt að fá fljótlega því að ég held að ég sé á leið til Grænlands einhvern tíma í sumar. Ella K."
Við þetta má svo bæta því að verði áhugi á annarri helgi ágúst þá barasta sleppi ég Hrafnagili þetta árið. (Vá ekki hélt ég að ég ætti eftir að segja svona!) Snilldarmynd af húfukonunum.

Fríða said...

Vúpps, var búin að gleyma fiskideginum og hrafnagili. Hvað með helgina þar á eftir þá?

ella said...

Það er auðvitað skemmtilegur tími, allir að segja til hamingju með afmælið og svona:-) en er ekki orðið svo fjandi dimmt þá?
Þessi fjandans staðfestingarstafaruna er alltof löng.

Jóhanna B. said...

Við getum alveg komið í ágúst.

Hel said...

águst er í lagi mín vegna,

ég áframsendi tölvupóstinn á pabba og mömmu...þau voru ekki búin að fá neitt sent
kv, Helga Lilja

Hel said...

PS
Pabbi sagði að þau myndu mæta hvenær og hvar sem er, en hvað með Rögnu og Hlíf?

heidveig said...

eg vil bara segja ad eg hef svarad póstinum og sent hann vídar enda séd ad jóhanna og eyrun hafa fengid postinn frá mér .
ég vil allaveg reyna ad koma fer eftir efnum og ástædum og tildæmis hvenær ég fæ sumarfrí.
Og Frída takk fyri ad thú settir thetta í framkvæmd.
Vona ad thessi skilabod komist áfram.

Unknown said...

hallo

Anonymous said...

Ég er að velta fyrir mér: Ef valin verður sú leið að kjósa um tíma Þá tel ég réttara að fólk tilnefni þá, eða þær, helgar sem ekki virka vegna þess að það virðist vera flestum auðveldara að afmarka þær. Óskir "útlendinganna" þarf svo að skoða sér finnst mér. Svo þarf líka að spá í hverjir hafi "kosningarétt" Allir afkomendur? eða kannski bara fyrsta og önnur kynslóð(sem hefur þá óskir síns fólks í huga)? Eða á kannski bara að vera einhverskonar nefnd sem neglir tímann? Líka getur farið svo að mótsstaður setji einhvers konar skorður með tíma. Við vitum auðvitað að aldrei verður hægt að uppfylla óskir allra, málið er bara að finna tíma sem hentar sem flestum.
Eftirskrift: Kjartan Róbertsson á frekar von á að vera fluttur af landinu í Agústbyrjun, jafnvel fyrr.

heidveig said...

Mér Líst vel á thínar hugmydir Ella Mér finnst ad thad eigi ad velja nefnd sem finnur tvær helgar sem hægt er ad velja á milli og svo verdi kosid um thad ég get ekki sagt hvenær ég get komid thví eg veit ekki hvenær ég fæ frí en ef ég hefdi eitthvad til ad velja um myndi vera betra fyri mig finna út úr hvort ég gæti ffengid frí thá eda hvort thad passar fyrir mig ad koma á theim tíma.
svo mér finnst ad thad eigi ad velja nefnd einn fra´hverri systur .
thetta er mín hugmynd.