Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Monday, March 17, 2008

Staðfestingargjald

Jæja, þá er ég búin að finna stað. Sumstaðar er farið fram á gífurlega hátt staðfestingargjald og ætlast til að þeir sem standa fyrir þessu bæði sjái um að innheimta þann pening og raða fólki í rúm og hvað veit ég. Ekki langar mig mikið til að standa í því. En á Húnavöllum er ekki alveg svona mikið í höndum "nefndarinnar" þótt það þurfi að greiða 50.000 í staðfestingargjald. Ég gæti svosem alveg lagt út fyrir þessu en langar samt til að stinga upp á því að hver leggur borgi 10.000. Þá sé ég um 20.000, við erum jú flest í mínum systkinahóp. Hvað segið þið um það, hver og hverovill? Plís, bjóðið ykkur nú fram svo ég þurfi ekki að leggjast í símann og betla. Ef einn afkomandi hverrar systur tekur þannig á sig 10.000 og þá er þetta alltsaman orðið viðráðanlegra. Sjálfboðaliðar sendi mér tölvupóst á fridakjartans@gmail.com og ég sendi þá upplýsingar um hvert á að senda peninginn.

En eins og ég segi, þá er ég búin að bóka Húnavelli þessa umræddu helgi. Ég hef talað við fólk sem hefur verið þar á ættarmóti og það hefur látið mjög vel af því. Þannig að ég held nú að það eigi eftir að verða fínt.

4 comments:

Anonymous said...

Agnar varð ákaflega glaður þegar hann rumskaði einhvern tíma í nótt og ég sagði honum að hann færi á ættarmót í Húnaver. Finnst þetta mjög passlega langt að fara. Ég var nú að gæla við að ferðast um Snæfellsnesið í leiðinni en þetta er bara fínt.

Anonymous said...

Hah, svo skrifaði ég Húnaver. Meinti Húnavelli. Breytir ekki miklu, bangsar báðumegin.

Anonymous said...

já, eins gott að rugla þessu ekki saman. Það vill til að það er ekki mjög langt á milli ef fólk skyldi villast á vitlausan stað

Fríða

Anonymous said...

Flott ættarmótsnefnd :) Það er verið að rugla með Húnaver og Húnavelli eins gott að það komist til skila, Þ.e. ekkert við að vera á Húnaveri svo drífa sig að Húnavöllum, sundlaug m.m. og íþróttavellir og fín gistiaðstaða inni. Hef verið þarna í fermingarveislu með innifaldri gistingu. Já allt er nú til. HÚNAVELLIR, ég mæti. kveða Dóra Björk