Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Friday, March 7, 2008

Dagsetning 15. - 17. ágúst 2008

Góðir hálsar og aðrir hálsar, ættingjar og fleiri.

Nú er ég búin að hafa smá vonda samvisku yfir þvi að hafa ekkert gert í þessum málum eins og góðum nefndarmanni sæmir. Svo lagði ég höfuðið áfram í bleyti og talaði við margt fólk og þykist nú nokkuð viss um að helgin 15 - 17 ágúst gangi upp. Svo eru tveir staðir sem ég hef augastað á og ég er að bíða eftir tilboðum þaðan. Og bæði snúast tilboðin um helgina 15 - 17 ágúst.

Þannig að... Ættarmótið verður þá helgi. Og nánari upplýsingar um þetta alltsaman koma alveg örugglega fyrir páska. Og þá ætla ég nefnilega líka að láta aðra taka við af mér við að búa til dagskrá og allt það. Innan þeirra ramma sem staðarhaldarinn setur þó.

Það er smá hausverkur með tryggingargjald, ég vil jú ekki sjálf ganga í ábyrgð fyrir miklum pening, en ég held að það ætti að ganga upp ef ég fæ fleiri í lið með mér, við leysum þann vanda. Mér sýnist það hreinlega ekki ætla að ganga upp að panta eitthvað án þess að borga tryggingargjald. Þar sem það er hægt segist fólk bara ekki taka ættarmót lengur. Svo nú er eins gott að sýna hvað okkar fyrirmyndarætt getur hagað sér vel eina helgi. Við erum sko alls ekki eins og hinir lúðarnir sem koma óorði á alla ættingjana á einu bretti með því að drekka sig útúrhaugafulla og liggja svo á flautunni í húsbílnum alla nóttina og halda vöku fyrir saklausum útlendingum sem eiga af tilviljun leið hjá.

ps. vúpps, ég hafði víst óvart seinkað þessu um einn dag og er búin að leiðrétta þetta núna.

Fríða

6 comments:

Anonymous said...

Pant fá húsbíl með góðri flautu í afmælisgjöf.

Anonymous said...

Hvaða tímabelti gildir eiginlega á þessari síðu? Klukkan í Norðurhlíð er ekkert að ganga 7.

Anonymous said...

flott að það er kominn dagsetning kveðja Eyrún :)

Anonymous said...

Glæsilegt. Ættarmót helgina 15.-17. ágúst, komið inn á dagatalið mitt.

Anonymous said...

Fín dagsetning, við familian mætum mjög líklega á mótið.
Kveðja Dórothea

Anonymous said...

Sælt veri fólkið, frábært að það er komin dagsetning og vonandi hentar hún sem flestum. Í það minnst mætum við Bibbi , Sunneva og Alexía Karen með bros á vör, góða skapið og allt sem því fylgir. Þó efast ég um að ég finni ,,lagið" einhver staðar áður en vonum það besta. Þið verðið þá bara að halda vel fyrir eyrun :) Hlökkum til þess að sjá ykkur öll hress og kát.
Kærar kveðjur Heiðveig María.
p.s. Mamma, pabbi, Ingi, Unna, Sigurþór og co, eru að ég held búin að setja þessa helgi inni í sumarplanið og mæta því einnig galvösk. Gömlu hjónin kunna ekki svo vel á bloggheiminn, þannig að ég melda þau því hér með.