Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.
Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.
Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.
Friday, March 28, 2008
Verð og nefndir
Kæru ættingjar
Ég hef samið við Húnavelli um að við fáum aðstöðu þar 15. - 17. ágúst til að halda ættarmót. Til að við getum bókað þá helgi þurfum við að borga 50.000 krónur í staðfestingargjald sem búið er að ganga frá. Þ.e. ég er búin að borga þetta en það er ekki alveg endanlega alveg komið á hreint hverjir taka þátt í því með mér. Að gefnu tilefni vil ég benda á að staðfestingargjald er bara svona gjald sem þarf að borga til að taka helgina frá og hefur þannig séð lítið með heildarkostnaðinn að gera. Auk þess þurfa þeir sem vilja bóka herbergi að greiða 5000 krónur í staðfestingargjald fyrir þá pöntun, hver fyrir sig, inn á reikning 0307 26 670 kt. 6703060890. Þetta staðfestingargjald verður svo dregið frá því sem maður borgar fyrir það sem maður kaupir þarna, gistingu og mat. Ég geri ekki ráð fyrir að vera milligöngumaður þegar fólk pantar gistingu.
Það er gert ráð fyrir að allir gestir ættarmótsins taki þátt í hátíðarkvöldverði á laugardeginum og inni í verðinu fyrir þann kvöldverð er svo aðstaða inni alla helgina. Þannig að með því að kaupa þann kvöldmat, auk þess að borga fyrir þá gistingu sem hentar hverjum og einum, hvort sem það er svefnpokapláss, tjaldstæði eða uppbúið rúm, þá erum við í leiðinni búin að fá aðstöðu inni í skjóli fyrir veðrum og vindum.
Eftirfarandi verðlisti gefur vonandi vísbendingu um hvað þetta svo kemur til með að kosta, við getum svolítið ráðið því hvað við kaupum flottan kvöldverð, en verðið á gistingunni er allavega svona:
Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði: ein nótt 7.780, tvær nætur 14.800, þrjár nætur 21.000
Gistinga fyrir einn í herbergi með morgunverði: ein nótt 5.880, tvær nætur, 11.100, þrjár nætur 16.020
Dýna: 800
Uppábúin dýna: 1.600
Svefnpokapláss í tveggja manna herbergi með morgunverði: 6.180
Svefnpokapláss í eins manns herbergi með morgunverði: 4.990
Svefnpokapláss í skólastofu, morgunverður ekki innifalinn: 1.300
Tjaldstæði
Fullorðinn: 600
Börn 12 ára og yngri fá frítt
Rafmagn pr. sólarhring: 350
Morgunverðarhlaðborð
Fullorðnir: 980
Börn 6 - 13 ára: 490
Börn 5 ára og yngri fá frítt
Sundlaug og pottur opið 14:00 til 21:30
Fullorðnir: 300
Börn 6 - 13 ára: 150
Veiði í Svínavatni - ein stöng á dag 1.000
Verð í hátíðarmáltíð er samið um í hverju tilviki fyrir sig, börn 6 - 12 ára borga hálft gjald.
Aðstaða inni er innifalin í sameiginlegri máltíð.
Nú, og svo held ég að það sé að verða kominn tími á að auglýsa eftir sjálfboðaliðum í nefndir. Þær nefndir sem mér dettur í hug að gæti verið sniðugt að hafa eru til dæmis:
Dagskrárnefnd (utan kvöldverðar), sem sér um að finna upp á leikjum og öllu mögulegu skemmtilegu fyrir unga jafnt sem aldna, saman og sitt í hvoru lagi.
Kvöldverðarnefnd sem sér um að ákveða matinn og samskipti við Húnavelli um það mál. Og heldur utan um skráningar í kvöldmatinn.
Kvöldverðardagskrárnefnd sem sér um að fólk skemmti sér yfir borðhaldinu, útbýr sönghefti, finnur veislustjóra, finnur gítarleikara og svo framvegis.
Fleiri hugmyndir að nefndum?
Já, og nefndin sem ég er í sem sér um bloggið.
Fyrstur kemur, fyrstur fær, hver vill vera í hvaða nefnd?
P.s. Smá uppfærsla. Það er einn fulltrúi frá hverri systur búinn að taka á sig 10.000 af staðfestingargjaldinu þannig að það er alltsaman frágengið.
Ég hef samið við Húnavelli um að við fáum aðstöðu þar 15. - 17. ágúst til að halda ættarmót. Til að við getum bókað þá helgi þurfum við að borga 50.000 krónur í staðfestingargjald sem búið er að ganga frá. Þ.e. ég er búin að borga þetta en það er ekki alveg endanlega alveg komið á hreint hverjir taka þátt í því með mér. Að gefnu tilefni vil ég benda á að staðfestingargjald er bara svona gjald sem þarf að borga til að taka helgina frá og hefur þannig séð lítið með heildarkostnaðinn að gera. Auk þess þurfa þeir sem vilja bóka herbergi að greiða 5000 krónur í staðfestingargjald fyrir þá pöntun, hver fyrir sig, inn á reikning 0307 26 670 kt. 6703060890. Þetta staðfestingargjald verður svo dregið frá því sem maður borgar fyrir það sem maður kaupir þarna, gistingu og mat. Ég geri ekki ráð fyrir að vera milligöngumaður þegar fólk pantar gistingu.
Það er gert ráð fyrir að allir gestir ættarmótsins taki þátt í hátíðarkvöldverði á laugardeginum og inni í verðinu fyrir þann kvöldverð er svo aðstaða inni alla helgina. Þannig að með því að kaupa þann kvöldmat, auk þess að borga fyrir þá gistingu sem hentar hverjum og einum, hvort sem það er svefnpokapláss, tjaldstæði eða uppbúið rúm, þá erum við í leiðinni búin að fá aðstöðu inni í skjóli fyrir veðrum og vindum.
Eftirfarandi verðlisti gefur vonandi vísbendingu um hvað þetta svo kemur til með að kosta, við getum svolítið ráðið því hvað við kaupum flottan kvöldverð, en verðið á gistingunni er allavega svona:
Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði: ein nótt 7.780, tvær nætur 14.800, þrjár nætur 21.000
Gistinga fyrir einn í herbergi með morgunverði: ein nótt 5.880, tvær nætur, 11.100, þrjár nætur 16.020
Dýna: 800
Uppábúin dýna: 1.600
Svefnpokapláss í tveggja manna herbergi með morgunverði: 6.180
Svefnpokapláss í eins manns herbergi með morgunverði: 4.990
Svefnpokapláss í skólastofu, morgunverður ekki innifalinn: 1.300
Tjaldstæði
Fullorðinn: 600
Börn 12 ára og yngri fá frítt
Rafmagn pr. sólarhring: 350
Morgunverðarhlaðborð
Fullorðnir: 980
Börn 6 - 13 ára: 490
Börn 5 ára og yngri fá frítt
Sundlaug og pottur opið 14:00 til 21:30
Fullorðnir: 300
Börn 6 - 13 ára: 150
Veiði í Svínavatni - ein stöng á dag 1.000
Verð í hátíðarmáltíð er samið um í hverju tilviki fyrir sig, börn 6 - 12 ára borga hálft gjald.
Aðstaða inni er innifalin í sameiginlegri máltíð.
Nú, og svo held ég að það sé að verða kominn tími á að auglýsa eftir sjálfboðaliðum í nefndir. Þær nefndir sem mér dettur í hug að gæti verið sniðugt að hafa eru til dæmis:
Dagskrárnefnd (utan kvöldverðar), sem sér um að finna upp á leikjum og öllu mögulegu skemmtilegu fyrir unga jafnt sem aldna, saman og sitt í hvoru lagi.
Kvöldverðarnefnd sem sér um að ákveða matinn og samskipti við Húnavelli um það mál. Og heldur utan um skráningar í kvöldmatinn.
Kvöldverðardagskrárnefnd sem sér um að fólk skemmti sér yfir borðhaldinu, útbýr sönghefti, finnur veislustjóra, finnur gítarleikara og svo framvegis.
Fleiri hugmyndir að nefndum?
Já, og nefndin sem ég er í sem sér um bloggið.
Fyrstur kemur, fyrstur fær, hver vill vera í hvaða nefnd?
P.s. Smá uppfærsla. Það er einn fulltrúi frá hverri systur búinn að taka á sig 10.000 af staðfestingargjaldinu þannig að það er alltsaman frágengið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
18 comments:
Sælt veri fólkið.
ég skal vera í matarnefnd eða þeirri sem er í samskiptum við hótelið varðandi kvöldverðin.
Kv.Jóhanna Ragnars.
Sæl þið öll. Spurt er . Er nauðsinlegt að kaupa kvöldmatinn af Húnavöllum. Strákarnir mínir sem eru með veisluþjónustu buðust til að koma með bæði mat og eldamennsku á kostnaðarverði ef áhugi væri fyrir því. Ég veit að það yrði talsvert ódýrara fyrir okkur. Ef þarf þá get ég verið í þessari matarnefnd líka, en það væri gott að fá viðbrögð við þessu.
ja, nú myndi ég vilja sjá nefnd sem tæki þetta mál að sér. Palli, hefur þú ekki bara samband við Jóhönnu Ragnars?
Sæl veriði sammála Palla. mér finnst pínu óþarfi að versla mat af Húnavöllum og held það skapist skemmtilegri stemmning ef einhverjir úr hópnum taka að sér eldamennsku fyrir mannskapinn. Ég er til í matarnefndina líka.
Kveðja Heiðveig María
sæl Fríða
hefur þú tekið það saman hvað við gætum hugsanlega verið mörg sem kæmun þarna saman?
Og ef ekki væri fínt að fá frá öllum hvað þeirra leggir eru fjölmennir.
Afkomendur mömmu eru ca.45
kv. Jóhanna Ragnars
Sæl öll. Mér sýnist að okkar leggur sé 27-30 manns.
Við erum eitthvað um 40 ef ég tel ekki yngstu börnin með, en það koma nú alls ekki allir. Og ég á mjög erfitt með að spá nokkru um hversu margir koma. Fólk vill/getur ábyggilega ekki svarað því strax.
sko við erum ca. 20 okkar leggur, 22 með mömmu og pabba
en nú er ljóst að Atli kemur ekki þannig að það er allavega mínus 3 eða 4 þar.
Freyr og hans kona búa í Danmörku og koma ekki þar sem þau eiga von á barni í sumar.
22 mínus 6 þá
=16 gæti þá orðið það mesta frá okkur.
Helga Lilja
Palli, ég myndi nú tékka á því hvort það er möguleiki á að nota aðstöðuna á Húnavöllum án þess að kaupa matinn. Ég held að það sé langauðveldast að kaupa þá þjónustu sem er á staðnum, matinn líka, alveg óháð því hvort einhverjir ættingjar reka fyrirtæki.
auðvelt en dýrara?
nei ég segi svona, veit ekki neitt
Það þarf bara að fá úr því skorið hvort það standi til boða að reiða fram kvöldverð og sneiða hjá staðnum með það. Kæmi þá ekki bara salarleiga til sögunnar sem mundi vega upp sparnaðinn? Oftast útiloka vertar aðra frá matsölu í sínum salarkynnum. Nema að það verði veislutjald á tjaldstæðinu en það er sjálfsagt líka dýrt.
Hæ allir
Ég ætla að hringja í þá á Húnavöllum á morgun og athuga hvað er í boði þá vitum við það og metum svo stöðuna. Ég læt svo heyra frá mér með svörin.
Strákarnir hanns Palla hafa verið með veitingar í salnum hjá mér við góðar undirtektir, en allt er þetta spurning um verð.
kveðja Jóhanna
Hæ aftur
Þá er það komið á hreinnt, að þeir á Húnavöllum eru með veitingarnar. það kostar ca.3.500 á mann í kvöldmatin og inní því er aðstaðan hja þeim um helgina, óháð fjölda, einsog Fríða var búin að tína til í færslunnu hér að ofan.
kv. Jóhanna Ragnars.
halló er eitthvað að gerast?
allir farnir?
já segi það ekkert að frétta?
Hvernig er með fólk eruð þið búin að panta gistingu eða er tjald málið hjá flestum??
Hæhæ fólk, látið mig endilega vita ef þið viljið láta mig birta færslu hér, það er líklega kominn tími á að gera eitthvað. Ég og mín börn verðum líklega bara í tjaldi... ég ætla aðeins að hinkra og sjá hvort einhver vill skrifa eitthvað, annars geri ég það eftir helgi.
held það verði að senda mail líka og minna á þessa síðu aftur
Sævar Már og fjölskylda er búin að panta herbergi á hótelinu eina nótt. Væri kannski gott að gera nýtt "bréf" (klausu) til fólks og fólk geti komið með komment þar en ekki á "bréf" sem var skrifað 28.mars (bara tillaga). Og kannski senda nýtt e-mail á alla til að minna á þessa heimasíðu :)
Kveðja,
hinnmikli@simnet.is (Sævar Már)
Post a Comment