Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.
Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.
Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.
Wednesday, August 20, 2008
Takk fyrir okkur :)
Er ekki vel við hæfi að birta hér mynd af tveimur dyggum mökum skimandi eftir einhverju sem við vitum ekki alveg hvað er. Munið að við höfum talað um að fólk skrifi færslur um mótið sem ég get birt hér, það er um að gera að búa til reynslubanka og segja hvað manni fannst vel heppnað og hvað mætti gera betur næst. Orðið er laust.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Hæ hæ og takk fyrir síðast.
Svona miðað við í hvaða átt þeir snúa þykist ég vita að þeir séu að skima eftir fjallgöngufólkinu. Og Hörður líkleg að gá hvort að Helga Lilja sé ekki að fara að skila sér til baka með berin sem hún ætlaði að týna.
En mig vantar netfangið hennar Helgu Lilju, ef einhver sem les þetta skildi vita það, annað hvort birta það hér eða senda mér á evarn@simnet.is
b.kv. Eva
Hæ hæ og takk fyrir síðast.
Svona miðað við í hvaða átt þeir snúa þykist ég vita að þeir séu að skima eftir fjallgöngufólkinu. Og Hörður líkleg að gá hvort að Helga Lilja sé ekki að fara að skila sér til baka með berin sem hún ætlaði að týna.
En mig vantar netfangið hennar Helgu Lilju, ef einhver sem les þetta skildi vita það, annað hvort birta það hér eða senda mér á evarn@simnet.is
b.kv. Eva
Sorry, hér gætti aðeins óþolnmæði á músinni, hvaðan skildi hún koma þessi óþolinmæði?hmm
Eva
Óþolinmæðin hlýtur að vera úr föðurættinni Eva mín:). Ég man eftir einu sem við skulum huga að næst og ég nefndi við einhverja núna undir lokin; það er alltaf tilhneiging að greinarnar hópi sig saman nærri tjaldi úr fjölskyldunni, stefnum að því að hafa notalegt svæði innan um tjöldin þar sem allir blanda geði til að sögur og spjall "nýtist" enn betur. Tengjum til dæmis saman sóltjöld eða þessháttar. Annars vil ég vísa í bloggið mitt þar sem ég tala um allt (flest) sem mér dettur í hug. Ættarmótsfærslur eru þar númer 258, 261, 263 og 264. Mér fannst mjög gaman, viðmótið og aðstaðan ágæt og maturinn frábær. Sjáumst. tumsa.blogcentral.is
Ég er auðvitað að meina viðmót starfsfólks. Viðmót fjölskyldunnar er að sjálfsögðu alltaf óaðfinnanlegt :-)
Já rétt hjá Evu, their voru einmitt ad skima eftir fjallgöngufólkinu. Ef mamma skrifadi færsluna, held ég allavega ad ég hafi tekid myndina..
Nanna, dóttir Frídu
Best að prófa að kvitta hér.
já það má alltaf prófa að kvitta og sjá hvort fleiri bætist í hópinn :)
Eva
Post a Comment