Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Thursday, August 7, 2008

Matseðill og fleira

Þá er komin tilaga að matseðli.

Rjómalöguð sveppasúpa, lambalæri (sem hann lýsti mjög fallega), og frönsk súkkulaðikaka með rjóma í eftirrétt, á 3.500 kr. og hálft verð fyrir 6 -12 ára að báðum árum meðtöldum, og frítt fyrir yngri börn.

Mér sýnist þetta nokkuð pottþétt, og ætti að falla að smekk flestra.


Ég ætla að reyna að halda utan um fjöldan og staðarhaldari vill fá töluna á þriðjudag 12 ágúst.

Ég tek niður fjöldan í mínum legg og Ella verður með Hlífar legg svo það vantar einhvern frá Ingu og Dóru legg sem væri til í að taka saman fjöldan hjá sínu fólki. Þegar svo einhverjar tölur eru komnar (helst fyrir þriðjudag) að koma því á comment eða senda mér póst johanna@plusnet.is


Það er hægt að fá skjávarpa þarna en það þarf að panta hann og ég ætla að gera það þegar ég læt vita með fjöldan.

Það er líka hægt að fá hljóðkerfi en það kostar 15.000 ,hann þarf að leigja það af öðrum,svo mér finnst það þá varla koma til greina, eða hvað finnst ykkur?

Kveðja Jóhanna Ragnars.

19 comments:

Hel said...

nei óþarfið með hljóðkerfi en gaman væri að varpa myndum á vegg, ég ætla að skanna inn nokkrar góðar og setja í fartölvu og koma með.

Anonymous said...

Halló allir

óþarfi að leggja í kostnað eins og hljóðkerfi, við hljótum að geta haft hátt án þess ;) en við eigum svona kubbaspil (vikingkubb) eins og Eyrún talar um og komum með það, svo er hægt að fara í pokahlaup ef einhver á strigapoka.

sjáumst hress, Eva

Anonymous said...

http://www.123.is/holtakot/page/15988/

ég fann þessa síðu á netinu og datt í hug að setja hana hér ef einhver hefði áhuga.
kveðja Jóhanna Ragnars

Anonymous said...

það er komið á hreint að við verðum bar 3 frá mér, eldri börnin segjast ekki hafa efni á að fara þetta enda bæði að byrja í skólanum og þá þarf að spara aurinn.
sjáumst um helgina

kv. Eva

Hel said...

15 frá okkar legg, gríðarlega góð mæting!

hvað með tímasetningu? hvenær hefst mótið?

Anonymous said...

Hljómar ekki bara ágætlega að stefna á kl. 14 á laugardeginum svona formlega, þótt fólk sé hvatt til að koma nú endilega fyrr, t.d. á föstudagskvöldinu ef það sér sér það fært. Ég allavega ætla að mæta á föstudag eftir vinnu. Við sjóðum saman einhverja dagskrá í kvöld, bíðið spennt... hvernig var það annars, var einhver búinn að bjóða sig fram í veislustjórn?

Kv.
Fríða

Jóhanna B. said...

Takk Jóhanna R.
Þetta er aldeilis frábær matseðill og á ekki að geta klikkað. Verðið líka mjög hagstætt sýnist mér.

Kveðja
Jóhanna B

Anonymous said...

Ég dauðskammast mín nú bara fyrir mætinguna hjá okkar legg en til dæmis eru Óttar og Kjartan í Danmörku að mennta sig, Óli og Jói við sjósókn á Akranesi og svo frv. Ég hef upplýsingar um 13 sem eru eldri en 13 ára, 2 eru 6-12 og einn kornungur. Er enn ekki viss með Yngvasyni og Þorbjörgu en það skýrist vonandi í dag.

Anonymous said...

Já og hér er tillaga: Þar sem ekki stendur til að vera með sameginleg útgjöld, væri þá ekki rétt að allir grafi í skúffur sínar eftir barmnælum sem víða finnast til að merkja sig og sína?? Það kemur mér á óvart ef ekki er til nóg af þeim á flestum heimilum. Ég skal svo koma með blöð í fjórum litum til að hver leggur geti aðgreint sín merki.

Anonymous said...

Það er eitthvað um íþrótta og útivistarfólk í þessari ætt svo eitt er víst. Ég hef haft afspurnir af þvi að þarna við Húnavallaskóla sé hefð fyrir að ganga Reykjanibbu sem er hóll (´veit ekki hve há hún er) svo til í túnjaðrinum einnig er skólahlaup sem við getum líka spreytt okkur á sem er að hlaupa út að Svínavatni og til baka ca 6 km.. Er þetta eitthvað sem gæti verið i dagskránni .. kv. ´Dóra Björk

Anonymous said...

Ég skal alveg áreiðanlega labba en ég lofa engu um að hafa við einhverjum.

Anonymous said...

kannski betra að taka það fram að af þeim 15 sem koma frá okkar ættlið eru 3 börn undir 6 ára...svona ef það hefur eitthvað að segja uppá tölu fyrir kvöldmatinn.

Hel said...

úppps já...og 1 matgrannur 8 ára haha

Anonymous said...

Sælir ættingjar góðir.
Því miður verðum við að sleppa þessu móti og þannig er einnig hjá börnum mínum og barnabörnum vegna óviðráðanlegra ástæðna. Vona að það verði ekki til að eiðileggja fyrir þeim sem mæta. Hafið góða helgi.
kv Heiðar Jóhannsson

Anonymous said...

Sælir ættingjar
Frá okkur koma 17 og þar af 2 smábörn.
Þá sýnist mér að við séum 47 í allt og þar að 6 börn yngri en 6 ára.
Ég ætla að koma á föstudagskvöldið.
Ég hef samband við Björn staðarhaldara í kvöld.
kv.Jóhanna Ragnars

Anonymous said...

Sælir ættingjar
Frá okkur koma 17 og þar af 2 smábörn.
Þá sýnist mér að við séum 47 í allt og þar að 6 börn yngri en 6 ára.
Ég ætla að koma á föstudagskvöldið.
Ég hef samband við Björn staðarhaldara í kvöld.
kv.Jóhanna Ragnars

Anonymous said...

Sæl stórfjölskylda

Ég og mín litla fjölskylda kemst því miður ekki.

En góða skemmtun :)

Þorbjörg Ólafsdóttir
og fjölskylda

Anonymous said...

hæ aftur
ég ætla að koma með upptöku frá fyrsta ættarmótinu sem var 1990 ég er búin að útbúa 10 diska sem þeir geta fengið sem hafa áhuga, þetta er mjög skemtilegt svona löngu seinna.
kv Jóhanna R

Anonymous said...

nýustu tölur eru 52
kvðja Jóhanna R