Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Thursday, February 9, 2012

Þá er því slegið föstu.

Við teljum að svo margir séu jákvæðir að við sláum þessu föstu. Það er að segja stað og stund.

Í boði eru 10 herbergi. Mér skilst að þau séu tveggja manna en væri hægt að skjóta inn aukadýnu ef vill. Þau kosta 5000 nóttin. (Er ekki rétt skilið Heiðar að herbergið sé á þessu verði en ekki gisting per mann í herbergi eða?)
Mér er sagt að Atli, Ragna, Einar K, Elfa og Heiðar séu búin að gefa út að þau vilji herbergi þannig að 5 eru eftir.
Látið endilega vita í kring um ykkur þau sem ykkur þykir líklegt að langi í þennan kost. Er ekki líklegt að það séu helst þeir hrörlegustu :)?

Líka er í boði svefnpokapláss á dýnu í skólastofu og það hlýtur að vera meira fjör? Gaman saman þið vitið. Kannski líka ágætt að vita af því sem flóttaleið ef tjaldsvæði rignir á kaf. Þar kostar nóttin 1000 og ég get varla ímyndað mér að þörf sé á að panta slíkt með löngum fyrirvara.

Nóttin á tjaldsvæði kostaði 800 í fyrra, ekki komið á hreint hvað verður núna. Þar geri ég ráð fyrir að sé miðað við per fullorðin.

Ég verð að viðurkenna fávisku mína á þessu sviði þannig að við beinum spurningum til Heiðars ef eitthvað er óljóst sem þið viljið vita sem fyrst um staðinn. Gerið það samt endilega á þessum vettvangi þannig að allir geti haft gagn af.

Nú skuluð þið bara fara að semja skemmtiþætti og upphugsa leiki.

Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta sem verðskuldar færslu þá skuluð þið senda mér það í tölvupósti ellatumsu@gmail.com og ég skal glöð setja það hér inn. (Þegar netið hangir inni hjá mér.) Eða Fríða. fridakjartans@gmail.com


No comments: