Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Sunday, February 5, 2012

Lokafærslan vegna mótsins 2008

Hér er færslan sem höfð var efst í sambandi við ættarmótið 2008
Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2008.

Helgin sem um ræðir er 15. - 17. ágúst. Staðurinn er Húnavellir. http://www.hotelhunavellir.is/
s.4535600/8984685. Þeir sem vilja gista inni panta sjálfir gistingu fyrir sig, þeir sem verða á tjaldsvæðinu þurfa ekki að panta fyrirfram.
Það er gert ráð fyrir að allir gestir ættarmótsins taki þátt í hátíðarkvöldverði á laugardeginum og inni í verðinu fyrir þann kvöldverð er svo aðstaða inni alla helgina. Þannig að með því að kaupa þann kvöldmat, auk þess að borga fyrir þá gistingu sem hentar hverjum og einum, hvort sem það er svefnpokapláss, tjaldstæði eða uppbúið rúm, þá erum við í leiðinni búin að fá aðstöðu inni í skjóli fyrir veðrum og vindum.

Matseðillin er:

Rjómalöguð sveppasúpa, lambalæri og frönsk súkkulaðikaka með rjóma í eftirrétt, á 3.500 kr. og hálft verð fyrir 6 -12 ára að báðum árum meðtöldum, og frítt fyrir yngri börn.


Verðið á gistingunni er svona:

Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði: ein nótt 7.780, tvær nætur 14.800, þrjár nætur 21.000
Gistinga fyrir einn í herbergi með morgunverði: ein nótt 5.880, tvær nætur, 11.100, þrjár nætur 16.020
Dýna: 800
Uppábúin dýna: 1.600
Svefnpokapláss í tveggja manna herbergi með morgunverði: 6.180
Svefnpokapláss í eins manns herbergi með morgunverði: 4.990
Svefnpokapláss í skólastofu, morgunverður ekki innifalinn: 1.300

Tjaldstæði
Fullorðinn: 600
Börn 12 ára og yngri fá frítt
Rafmagn pr. sólarhring: 350

Morgunverðarhlaðborð
Fullorðnir: 980
Börn 6 - 13 ára: 490
Börn 5 ára og yngri fá frítt

Sundlaug og pottur opið 14:00 til 21:30
Fullorðnir: 300
Börn 6 - 13 ára: 150
Veiði í Svínavatni - ein stöng á dag 1.000

No comments: