Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Thursday, February 9, 2012

Frá herra Gúggla

Ég fór að gúggla og ég get ekki séð að Varmaland sé með sérstaka heimasíðu en á þessari síðu fann ég þessa umfjöllun. Ég leyfi mér að setja hana hérna inn í trausti þess að það sé í lagi ef ég set inn tengilinn:
http://blogg.visir.is/utilegur/2008/07/28/varmaland-i-borgarfir%C3%B0i-25-27-juli/
Þetta hljómar ekki illa, rétt að athuga þetta með að taka frá pláss á tjaldsvæði svo að við dreifumst ekki um allar koppagrundir.
ATHUGIÐ AÐ FÆRSLAN ER AÐ VERÐA FIMM ÁRA GÖMUL SVO AÐ SITTHVAÐ GETUR HAFA BREYST, VONANDI ÞÓ EKKI TIL HINS VERRA.
--------------------------------------
Upphaflega ætluðum við að tjalda að Hraunsnefi í Borgarfirði um helgina enda leist okkur alveg gífurlega vel á staðinn miðað við það sem við sáum á heimasíðunni þeirra:http://www.hraunsnef.com/  Við gengum meira að segja svo langt að bóka okkur “bás” þar á tjaldstæðinu gegnum netið á miðvikudeginum.  Það má þó í raun segja að heimasíðan þeirra sé of flott enda urðum við fyrir vonbrigðum þegar við komum þangað.  Við ákváðum því að afbóka “básinn” okkar og kíkja í staðinn í Varmaland.
Ég man þegar við komum fyrst í Varmaland í fyrra (einnig eftir að hafa hætt við annað tjaldstæði) að okkur leist nú ekkert á staðinn við fyrstu sýn, fannst vanta leiktæki o.fl., en létum okkur samt hafa það.  Raunin varð hins vegar sú að allir skemmtu sér konunglega, bæði börn og fullorðnir og varð það einnig raunin núna.  Leiktækjaskortur kemur lítið sem ekkert að sök enda nota krakkarnir skemmtilegt landslagið og skurði sem afmarka tjaldstæðið sem leikvelli í stað trampolína o.s.frv. og virðast reyndar skemmta sér miklu betur þannig.  Fyrir ofan svæðið gnæfir fjall/klettur og er gaman að fara í gönguferðir þangað upp, enda útsýnið vægast sagt geggjað.  Einnig eru þarna leiktæki fyrir allra minnstu börnin, eins og rólur, rennibraut og sandkassi auk þess sem flottur fótboltavöllur er skammt frá, að ógleymdri sundlauginni.  Já, það er rétt… það er sundlaug á staðnum, fín 25 m laug með einum heitum potti og ágætum sturtuklefum.  Öll aðstaða á tjaldstæðinu sjálfu er einnig mjög góð.
Við vorum mjög heppin með veður og langflesta nágranna þessa helgi og útilegan í Varmalandi var bara nánast fullkomin.  Þannig var það líka í fyrra !!
Verð: 700 kr. sólarhringurinn fyrir hvern fullorðinn en frítt fyrir börn yngri en 12 ára …  Aðstaða: Frábær - bæði heitt og kalt vatn, vaskar og salerni, auk sturtu- og sundlaugaaðstöðu gegn greiðslu yfir daginn …  Leiktæki: Ekki er mikið um leiktæki, utan fótboltavallar, nema kannski fyrir yngstu börnin …  Umhverfi: Mjög fallegt og skemmtilegt, ekki síst ef gengið er upp á klettinn fyrir ofan svæðið …  Fjarlægð/tími frá Reykjavík: Það tekur tæplega eina og hálfa klst. að aka frá Reykjavík og að Varmalandi.
Stjörnugjöf: 4/5
Gott ráð: Það er ekki vitlaust að spyrja staðarhaldara (inni í sundlaug) hvort von sé á hópum eða eitthvað ákveðið svæði frátekið fyrir hópa, áður en maður tjaldar.  Tjaldstæðið er nefnilega ansi stórt, tekur ca. 300 manns og hægt að vera sitt hvorum megin við veginn inn á svæðið.  Okkur hefur sýnst að stærri hópar séu oftast norðan megin við veginn, en þó er bara best að spyrja í afgreislunni.

7 comments:

Jóhanna B. said...

http://sundlaug.is/vesturland-sundlaugar/57-varmaland

Hér er slóð á upplýsingar um laugina og fleira.

J.

Hel said...

Pabbi Hörður vill herbergi

ella said...

Þá eru farin 6 herbergi. 4 eftir semsagt.

Óttar said...

Ég og mín fjölskylda erum að spá í að koma.

ella said...

:) :)

Óttar said...

Var einhver búinn að taka frá herbergi fyrir mömmu?

ella said...

Ég var búin að nefna það við hana en hún hafði ekki áhuga, síðast var hún í svefnpokaplássi og var reyndar sú eina þannig að hún hafði eitt stykki skólastofu út af fyrir sig ef ég man rétt.