Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Friday, February 15, 2008

Auðveldari komment

Ég flýtti mér svo mikið að setja þessa síðu upp að ég gaf mér ekki tíma til að fikta í stillingum þannig að fyrst voru það bara þeir sem eru með blogger reikning sem gátu skrifað athugasemdir. Nú er ég búin að breyta því og vonandi geta allir skrifað athugasemdir.

Kv.
Fríða

14 comments:

Anonymous said...

Hæ allir

Nú er ég búin að fá slóðina inn á þessa síðu og lýst vel á að hittast í sumar, hvar er verið að tala um að hittast? Í Holtakoti eða annarsstaðar?

Sjálf verð ég í sumarfríi meirihluta sumars. Spurning hvernig verður með ágúst, allavega um eða uppúr miðjum ágúst gæti ég verið bundin meira. (vonandi skilst þetta)

En ég er voða spennt og vonandi tekst að finna góðan tíma sem hentar sem flestum.

Bestu kveðjur
Þorbjörg Ólafsdóttir, Akureyri

Hel said...

er ekki verið að hugsa um að hafa þetta um helgi?

þá skiptir nú varla neinu máli hvort fólk er í sumarfríi eða ekki?
gæri verið meiri líkur á að fólk sé á landinu einmitt þegar ekki er sumarfrí.

Anonymous said...

Nema þeir sem búa í útlöndum, eða eru að fara þangað í skóla.

Hel said...

já , ég held það verði að kjósa bara um helgi, en samt...

skil ekki að verið sé að einblína á maður þurfi að vera í sumarfríi.

þetta verðu jú laugardasferð er það ekki

Anonymous said...

Ég er búinn að ráðstafa verslunarmannahelginni, vikunni þar á eftir. Ég reikna líka með að vera uptekinn seinni hluta júni. Annars er mér nokkuð sama.

-Einar Kjartansson

Anonymous said...

hæ skil vel að það er verið að spá hvaða helgi....það eru sumir í vaktavinnu og vinna um helgar veit að það eru ekki margir kannski bara mjög fáir enn hjá mér gæti það skipt máli alla vega. veit að það er ekki hægt að eltast við það enn... svo ég bara bíð og vona að ég verði í fríi :-)
kveðja Eyrún ; )

Anonymous said...

hæ þá er ég búin að koma hér við og líst vel á allt og ég treysti þér bara fyrir því að finna helgi og tíma svo annað hvort getur maður verið með eða ekki. aldrei hægt að taka alla með í reikningin og af hverju ekki ágúst eins og aðra mánuði.
Jóhanna Ragnars

Anonymous said...

Sælt veri frændfólkið.
Það verður alltaf sársaukafullt að velja tíma. Með þennann hóp er það nokkuð örugt að það verður fullt af fólki sem að kemst ekki, sama hvaða dagsetning er valin. Það sem mér finnst skipta mestu máli, er að það góða og duglega fólk sem að tekur að sér að vinna í þessu velji tíma sem að það kemst sjálft. Svo verðum við hin sem að mætum bara, að gera okkar besta til að laga okkur eftir því.
Kveðja frá Álaborg.

Fríða said...

Já Óttar, það þýðir að ef ég tek það til mín að vera gott og duglegt fólk þá gengur helgin 12. - 13. júlí ekki, því þá langar mig til að hlaupa Laugaveginn. Og mig grunar að ein önnur frænka ætli líka að gera það.

ella said...

Sem er eina helgin sem ég kemst ekki.

Hel said...

skoh! svona er hægt að halda áfram að útiloka helgar.

mér finnst líka mikilvægt að ættmæðurnar komist, mamma Dóra er kemst hvenær sem er, en hinar ?

Anonymous said...

Það er alveg sama hvaða helgi er valin, það komast aldrei allir en eftir því sem fyrr er ákveðin einhver timi eru meiri líkur á að hægt sé að laga sig eftir þeim tima.Fríða ákveður einhverja helgi með aðra til vara og leitar eftir svörum við því.

Anonymous said...

Fyrirgefið að ég gleymdi að auðkenna mig í seinasta bloggi.
Páll Eyþór

heidveig said...

Hæ öll sömul mér finnst ad thad ætti ad velja nefnd sem getur tekid saman thær helgar sem thau geta komid og svo leggja thad framm svo má restinn finna út úr thví hvort thau komast .
Èg get ekki verid í thessari nefnd .
ÈG mæli med eyrúnu systur minni frá mömmu hlid.
Thví hún vinnur helgar vinnu.
svo bara kom í gang.
kærara kvedjur frá Hæstrup Mølleby