Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Wednesday, July 11, 2012

114 búnir að staðfesta + einn sem lítur við á laugardaginn. Eins og ég hef sagt áður er skráningu ekki lokað en mjög gott að vita nokkurn veginn hverjir eru með.
Ég er komin hérna með fáein blöð sem ég hafði út úr Nínu og Fríðu. Þau eru í grænu, bláu, rauðu og gulu. Mér finnst síðra að nota hvítt sem aðallit svona vegna þess að það virkar kannski hlutlaust og meira sem reddingalitur en auðvelt að krydda bláa litinn með því sem bakgrunn eða eitthvað. Einhver ekki sáttur með það?
Ég er til í að prenta út nafnamiðana fyrir alla leggina, búin með Hlífarlegginn, en til þess þarf ég helst að fá nafnalistana í dag. Hentugast að einhver frá hverjum legg sendi mér þá bara beint í tölvupósti og þar þarf að vera skýrt hverra manna hver og einn er. Netfangið mitt er ellatumsu@gmail.com. og síminn 864-2573 464-3550
Ég ítreka enn að allir reyni að tína til barmmerkingaplastvasana úr skúffum sínum en ég verð með drjúgan slatta til reddinga. Eðli málsins samkvæmt þurfa ættmæðurnar minnstu spjöldin og sumt yngsta fólkið þau stærstu en minnsta mál að býtta. Hér eru sýnishorn og myndin stækkar ef smellt er á hana:
Eins og sjá má legg ég áherslu á skýrt letur og stóra stafi enda sjálf komin með tigergleraugu númer þrjú :)
Eru ekki margir búnir að láta sér detta eitthvað gott í hug til að stytta okkur stundir á laugardagskvöldið?
Mig vantar aldursskilgreiningu á börnum sem þessir hafa skráð með sér: Þórmar, Jóhanna R., Ingi Freyr, Dorothea og Freyr. Þetta er til að vita hversu margir eru nógu ungir til að vera greiðslufríir.
Við göngum út frá að þeir sem ekki hafa tilgreint sérstaklega gistimátann verði á tjaldsvæðinu, við ætluðum að láta staðarhaldara vita svona sirka hvað við erum mörg í húsi og á tjaldsvæði.

4 comments:

Hel said...

kem með söngheftið frá síðast

Helga Lilja

Jóhanna B. said...

Ég kem með tjald en vildi gjarnan skoða á staðnum hvort við Einar verðum í svefnpokaplássi í skólastofu ef okkur skyldi lítast vel á það.
Jóhanna B.

Halldóra said...

Freyr Ævarsson og Kirsten Simonsen konan hans. Tvö börn Solveig 4 ára og Askur 2ja ára.
Dórothea Ævarsdóttir og Pétur Ottesen hennar maki. Börn Ísabel 9 ára, Patrik 7 ára, Bríet 5 ára og Hlín 2ja

Anonymous said...

Oh... hvað þetta verður gaman!

Fríða