Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Wednesday, July 11, 2012

Helga Lilja talaði við staðarhaldara og þar kom fram að ekki eru nein rúmföt fyrir gestina, hvorki í skólastofum né herbergjum. Bara dýna. Ég tók það fyrst þannig að það fylgdu sæng og koddi í herbergjunum, vantaði bara verin, en það er sem sagt ekki svo. Gott að vita áður en þið leggið í hann.
Enn er hægt að fá herbergi ef einhver vill.

Datt í hug að dagskrárrammi mótsins gæti litið einhvern veginn svona út:

Föstudagur: Fólk kemur sér fyrir og merkir sig og spjallar. Útigrill ætti þá að vera til reiðu væntanlega.

Laugardagur: Fyrir hádegi létt og góð fjölskyldugönguferð við allra hæfi og ég ætla fljótlega að komast að því hvernig laugin er opin.
 Uppfært:
 http://sundlaug.is/vesturland-sundlaugar/57-varmaland
Laugin er þarna sögð opin á föstudögum kl. 12-21, laugard. og sunnud. 11-18
 Eftir hádegi sápuboltinn og aðrir útileikir sem fólk væntanlega efnir til. Athugið að hafa föt til skiptanna í boltann, spilarar gætu greinilega blotnað. Ég stefni á að taka með mér þvottaklemmur og snúru :)

Síðan kvöldverður með dagskrá.

Heiðar og frú verða með yfirumsjón í eldhúsinu, það er að segja að jafna niður verkefnunum þar. Margir segjast tilbúnir að leggja hönd á plóg.
Í matinn verður úrbeinað lambalæri, kartöflusalat, grænmetissalat, sósa og rabarbarasulta.

 Ég held að við verðum bæði veislustjórar. Ég vona eindregið að þið séuð með eitthvað skemmtilegt á prjónunum. Það má gjarna hvísla því að mér svo að ég sjái sirka hvernig kvölddagskráin gæti litið út. Ég hef haft spurnir af nokkrum atriðum en það er nóg pláss eftir. Við stingum fjöldasöng inn á milli eftir smekk, ég hef heyrt af tveimur gítarleikurum. Ef einhverjir hafa í fórum sínum söngheftin frá því síðast þá endilega grípið þau með en Helga Lilja kemur með slatta.

Sunnudagur: Fólk blandar geði, leikur sér, klárar nestið og tygjar sig til brottfarar þegar líður á daginn, margir eiga stutt heim svo að ekkert liggur á.
Ég minni á myndirnar sem Palli var að tala um að sýna, sjá næstsíðustu færslu.
Ég er núna á hæl og hnakka að setja upp merkimiðaprentunina, held að ég sé búin að fá öll nöfnin svo að það ætti að ganga ef rafmagnið tollir inni og tölvan hrynur ekki. Þið komið með vasa :)
Verið nú dugleg að benda hér á hvort eitthvað er að gleymast.

Staðan núna er svona: 115 gestir, þar af 81 13 ára og eldri. Trúlega 25 til 30 inni í húsi. Veðurspá er ágæt.
Athugið að matinn og salinn er ekki hægt að greiða með posa. Við vitum ekki upphæðina en miðað við nýjustu tölur er salarleigan rúmar 720 krónur á hvern fullorðinn, 1/2 gjald fyrir 7 til 12 ára en ég hef ekki hugmynd um hvað maturinn kostar þar sem ekki er búið að kaupa inn, ég veit bara að sultan er frítt :)

6 comments:

Páll Eyþór said...

eins og ég sagði fyrr þá er ég með söngatriði með bræðrum mínum og eina sögu. Kannski korter sem fer í það.

Elfa said...

Er það rétt skilið Ella að þú ætlir að sjá um merkinguna á mannskapnum en við eigum bara að koma með "tóma vasa"?

ella said...

Fínt Palli.
Jú einmitt Elfa, ég bauðst til að prenta út og það er allt tilbúið, vantar bara alla þá vasa sem menn finna.

Eva said...

það er komið í ljós núna að 90% líkur eru á að hann Ingvar Örn minn mætir

kv.Eva

ella said...

Fínt er :) Nú legg ég af stað og sennilega verða ekki fleiri færslur fyrir mót. Allir samt auðvitað velkomnir þó á síðasta snúningi verði. Sjáumst.

Eva said...

sæl verið þið öll sem þetta lesið og gtakk fyrir síðast þið sem vorðu að Varmalandi
við fjölskyldum þurftum að stinga af frekar snemma og kvöddum ekki nema fáa útvalda.+
en hér með segi ég bless og þakka fyrir mig og mína, það var aldeilis gaman og vel að öllu staðið
bestu kveðjur til ykkar allra