Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Thursday, July 19, 2012

Leiðrétting:
Kæra fjölskylda. Hér kemur færsla sem ég er ekkert montin af að þurfa að skrifa en rétt skal vera rétt. Þannig er að fartölvan mín gamla er ekki meiri fartölva en svo að hún gerir ekkert fyrir mig nema vera í sambandi við rafmagn. Til að framkalla lokaútreikning var ég því að vinna í henni á undan borðhaldinu og fékk þar á staðnum síðustu upplýsingarnar í púslið. Þar laumaðist inn í flýtinum ein samlagning sem ekkert átti að vera og í stuttu máli leiddi hún til þess að:
Verð á mat og sal fyrir hvern fullorðin átti að vera 1600 en ekki 2325. Munurinn er semsagt 725 krónur. Barnaverðið er rétt.
Við Heiðar erum sammála um að leysa málið með því að biðja ykkur að senda mér tölvupóst með reikningsnúmeri sem leggja má leiðréttinguna inn á. ellatumsu@gmail.com
Nú þegar vitum við að sumir vilja bara að þessi munur þeirra gangi í sjóð til næsta ættarmóts og auðvitað ráðið þið því hvert og eitt en það munar vissulega um þetta þegar greitt er fyrir marga.
Ég bið ykkur sem lesið þetta að upplýsa ykkar fólk ef þið haldið að þau lesi ekki bloggið svo að ekkert fari á milli mála hjá neinum og ég ítreka að við viljum gjarnan heyra frá öllum sem borguðu þannig að við getum fljólega verið með lokaniðurstöðu á hreinu.
Með afsökunarbeiðni, Ella.

7 comments:

Einar said...

Mér finnst að afgangurinn eigi að fara í sjóð, til að nota næst.

Anonymous said...

Sammála síðasta ræðumanni
Fríða K

Jóhanna B. said...

Sjóð eða endurgreiðsla. Mér er í raun sama hvort verður.

kveðja
JB

Hel said...

Bað um endurgreiðslu

ella said...

Allnokkrir vilja gjarnan endurgreiðslu og ég styð Það fullkomlega, það var eins og við lögðum upp með og mín mistök eiga alls ekki að verða til þess að fólk borgi meira en til er ætlast. Ekkert segir að allir skuli afgreiða þetta eins. Við erum búin að leiðrétta hjá nokkrum og munum leiðrétta hjá fleirum. Einhverjir hafa afþakkað og þeir aurar fara í sjóð til næsta móts.

ella said...

Og það var með vilja að ég bað um reikningsnúmerin beint til mín, við þurfum ekkert frekar en við viljum láta alla vita hvernig við viljum hafa þetta.
Bestu kveðjur allir.

Brynja Einars Hlífar said...

Minn afgangur má fara í sjóð :)