Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Saturday, July 21, 2012

Það kemur auðvitað ekki til mála að hafa síðustu færslu fyrir lokafærslu.
Mér fannst mjög gaman á ættarmóti og hugsið ykkur bara muninn ef við hefðum verið viku seinna! Veðurstofan bendir fólki á að tjöld og ýmis annar búnaður gæti barasta fokið út í veður og vind. Talandi um vind má næsta nefnd kannski huga að því að finna mótsstað þar sem eru góð skjólbelti. Það er tæplega nóg að að þau nái manni í ökla. Líka væri notalegra að hafa styttra á milli húsafólks og tjaldbúa. Það myndi skipta verulegu máli ef viðraði illa til útiveru. Svo skiptir miklu að hafa gott svið og slatta af barnastólum :). Staðurinn var hins vegar fínn fyrir gönguferðir og leiki og stór kostur að þurfa ekki að leggja út staðfestingargjald og geta alveg ráðið matarfyrirkomulaginu.
Vel lukkað fannst mér til dæmis ratleikur sem hristi saman hópana og leiknu sögurnar sem fóru fram úr öllum væntingum. Legg eindregið til að það verði gert að föstum lið, nóg er til af sögunum. Sé alveg fyrir mér Litlu gulu hænuna til dæmis :)
Ég tók sáralítið af myndum, hef trúlega þóst upptekin af öðru en hér eru nokkrar úr ættarlabbinu sem endilega þarf líka að verða að föstum lið.
 Fólk fór upp, hver á sínum hraða og eins langt og hver vildi.
 Berjaþúfur fengu talsverða athygli.
 Þarna fékkst ágæt yfirsýn yfir héraðið
og mótssvæðið.
Þið megið gjarnan senda mér myndir til að setja hér inn, það hafa vafalaust verið teknar mörg hundruð og einhverjar hljóta að eiga erindi við okkur hér.



Komu alls: 13 og eldri 7 til 12 ára 0 til 6 ára Samtals:
Ragna 22 3 1 26
Inga 25 3 12 40
Hlíf 19 0 6 25
Dóra 16 3 5 24
Alls:  82 9 24 115

3 comments:

Páll Eyþór said...

takk fyrir þessar upplýsingar Ella. Ég er enn að ferðast og þessvegna ekki til með neinar myndir enn,þeas nenni því ekki strax

Anonymous said...

sæl öll og takk fyrir frábært ættarmót.
ég legg til að Bjarkarlundur verði skoðaður fyrir næsta ættarmót.
kveðja Jóhanna Ragnars

Anonymous said...

Takk fyrir upplýsingarnar og frábært ættarmót . gaman að sjá hvað margir voru frá hverjum :)

kv Eyrún