Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Wednesday, July 4, 2012

99 búnir að staðfesta takk fyrir og ég hef grun um a.m.k. 5 í viðbót!!

Ég fór að leita og fann 29 barmmerkjaplastvasa sem flestir voru notaðir á síðasta móti. Ég legg til að við upprunamerkjum mannskapinn :) Það er þannig gert að ef ég tek dæmi af mínu fólki þá stendur bara Hlíf á spjaldi mömmu en ömmustrákur minn væri svona:
Hlíf
Elín
Kjartan
Jóhann Smári.

Mamma hans væri svona:
Hlíf
Elín
Kjartan
Maki: Elsa Guðný


Með þessu móti þarf ekkert að velta vöngum yfir tengingunni. Ég veit fyrir víst að enginn sem verður á svæðinu þekkir alla og margir þekkja tiltölulega fáa, það gildir ekki síst um viðhengin sem ég kýs að skáletra.

Ég er svo treggáfuð að ég næ hreint ekki að melta alla í fyrstu kynningu og það er vandræðalegt að vera að margspyrja blásaklaust fólk trekk í trekk; hvur á þig góði minn? Ég hef ekki trú á að ég sé ein um þetta. Mér sýnist á þessum vösum að síðast hafi mömmu leggur verið grænn, Rögnu rauður og Helga segir hvítt fyrir Dórulegg. Ég geri ráð fyrir að útbúa merkin fyrir mína afkomendur og ég get vel tekið að mér fleiri ef vill og það má ræða það eftir helgina.
Uppfært: Ég er búin að finna 6 vasa í viðbót, kemur sér vel að hafa af og til tekið þátt í sýningum. Þeir eru mjög misstórir þannig að nóg pláss ætti að vera fyrir yngstu manneskjurnar sem geta verið komnar með einar 5 línur held ég. Var að hugsa hvort ekki væri skilmerkilegast að allir noti hvítan grunn með ef til vill svörtu letri og túss eða áherslupenna í viðeigandi lit umhverfis? Hvaða lit kýs Inguleggur?


Nú fer ég á morgun áleiðis að jarðarför á Ísafirði og kem ekki heim í netsamband fyrr en á mánudag þegar ég verð búin að keppa í Ull í fat á Hvanneyri.

Ég er til í að halda utan um góðar dagskrárhugmyndir en aðrir eru örugglega betri í að framkvæma þær. Mokum þeim hingað inn og sjáum hvernig það kemur út.

10 comments:

Anonymous said...

LITUR Á SPJÖLDUM.
Rögnu leggur mætti gjarnan vera rauður.
kv, Jóhanna

Anonymous said...

Sæl öll, ég veit ekki með lit, ætli við bíðum bara ekki og sjáum til með litaval þar til aðrir eru búnir að velja, Inguleggur var rauður á ættarmótinu við Korðralæk á sínum tíma, ágætt að breyta til, við megum ekki láta vanann ráða.
Er ekki annars regnboginn svaka flottur?
Hlakka til að sjá ættbogann allan saman kominn.
Kveðja
Kristjana kona Heiðars
sonar Ingu ;)

Anonymous said...

hæ hæ, það styttist óðum í þetta allt saman og mætingin lofar góðu. Ég ræddi við Heiðar áðan um svokallaða sápu(fót)boltakeppni og við ákváðum að slá til. Við sjáum um það sem til þarf (ég Linda og strákarnir :)) en hver leggur þarf að setja saman 2 lið með minnst 3 einstaklingum, þá myndu liðin skiptast í ,,eldri" og ,,yngri". Afar hóflegt þáttökugjald verður innheimt af liðunum til þess að standa straum af kostnaði. Við skulum gera ráð fyrir að liðin verði tilkynnt í síðasta lagi á hádegi á laugardeginum til mín. leikurinn er þannig að leikinn er fótbolti á byggingarplasti sem bleytt er með sápu og vatni. leikmenn spila berfættir með léttan bolta(blakbolta). Leikurinn er afar skemmtilegur og ekki síður fyrir þá sem horfa á.Ég læt fylgja með nokkur myndskeið og myndir af slíkum leikum.
http://www.youtube.com/watch?v=R4hWyd2UPBM

http://www.youtube.com/watch?v=MIhI4NByexg

Hér eru svo nokkrar myndir síðan við gerðum þetta á Veðurstofunni í fyrra :)

http://www.flickr.com/photos/67737583@N03/sets/72157627597299767/show/

Kveðja Heiðveig

Elfa said...

Blessuð Ella,

Það voru að bætast 4 í hópinn, 3 fullorðnir og einn 7 ára. Þetta er Ragnhildur dóttir mín og 3 af hennar afkvæmum, þau þurfa svefnpokapláss.

Þetta með litamerkinguna, þá man ég bara eftir fyrsta Koðralækjarmótinu, (svona fer þegar maður er orðinn gamall, þá man maður bara þetta gamla :) ) þá var Ragna=gult, Inga=rautt, Hlíf=grænt og Dóra=blátt, en þetta skiptir að sjálfsögðu ekki máli

Kveðja, Elfa

Hel said...

við verðum með hvítt með bláu þar sem okkur datt í hug að hafa gleymérey sem eitthvað fyrir legg Dórótheu til að auðkenna sig með

og nú segja afkvæmi mín 3 að þau ætli með...það eru þá 3 í viðbót á aldrinum 17-25 í svefnpokapláss!

Helga Lilja

ella said...

Mig langar að vita hvar mörkin eru hugsuð á milli "eldri" og "yngri" í sápuboltanum?

Anonymous said...

Einar Jónas bað mig að skrifa her fyrir sig hann kemst ekki í tölvu strax.
Enn hann ætlar að kíkja á laugardaginn enn vera jafnvel ekki í matnum

kveðja Eyrún

Anonymous said...

og Hann Einar Jónas kemur með alla fjölskylduna ég fattaði ekki að segja það líka
kv ER

ella said...

Nú veit ég bara ekki stærð fjölskyldunnar?

Anonymous said...

Æi já auðvitað ,það er kona og tveir strákar 10 og átta ára . Enn hann ætlar ekki að vera í matnum
kv Eyrún