Þetta er bloggsíða Ættarmóts Holtakotaættarinnar. Það stendur til að afkomendur systranna Rögnu, Ingu, Hlífar og Dóru Einarsdætra hittist eina helgi sumarið 2012.

Helgin sem um ræðir er 13. - 15. júlí.

Tuesday, July 3, 2012

Þetta lítur reglulega vel út, mér virðist stefna í hundraðið svei mér þá. Ég verð að ítreka að við mælumst til að allir sem ætla að vera með láti vita hérna inni núna, þá á ég við líka þá sem létu ákveðið vita í vetur með herbergjapöntunum jafnvel. Við þurfum þetta meðal annars vegna matarinnkaupanna. Í okkar kynslóð vantar að fregna frá Einari Jónasi, Heiðveigu, Einari Jóhanns, Árna, Atla og Dóru Björk. Rifjum svo líka upp hvort verið geti að einhver hafi enn ekki frétt af þessu brambolti okkar. Ég færi þessar upplýsingar jafnóðum inn á skjal til að hafa yfirsýn.
Athugið samt að ekki verður lokað fyrir skráningar og eins kann vel að vera að einhver forfallist á síðustu stundu þannig að ekki verður búin til endanleg tala um kostnaðinn fyrr en á mótinu en þetta stefnir í að salarleigan deilist vel út. Við gerum ráð fyrir að börn greiði hálft gjald fyrir mat og sal en aldursmörk eru ekki frágengin hvað það varðar.

Þá að öðrum málum: Við hvetjum eindregið mannskapinn til að leggja nú hausinn í bleyti og upphugsa eitthvað skemmtilegt á kvöldvökuna. Við erum ekkert á leiðinni á ættarmót til að horfa bara og hlusta á hina heldur taka þátt. Þú getur rifjað upp gamalt þorrablótsatriði, kallað fólk á svið til að leika frumsamið efni, sungið gamanvísur notaðar eða nýjar, lesið frásöguþátt, látið fólk leika orð a la útsvar og svo framvegis og framvegis. Nú er ég að tala við ykkur öll, krakkana líka auðvitað. Styttri atriði eru oft betri en lengri. Ágætt væri líka að hafa eitthvert efni til fjöldasöngs, ertu kannski til í útgáfuna eins og síðast Helga Lilja? Okkur Heiðari þótti sorglegt í gærkveldi hvað við virðumst lítið hafa framleitt af tónlistarfólki sem gefur kost á undirleik, er einhver þarna sem er til í að grípa með sér gítar eða getur glamrað undir á hljómborð, harmoniku eða eitthvað? Kannski einhver hafi fundið hentugan maka í þetta?

Eins og síðast skulum við taka með okkur allt sem við finnum af nafnspjaldabarmnæluplastvösum til að merkja mannskapinn, ég get reynt að finna pappír í fjórum litum til að merkja greinarnar. Hver vill hvaða lit? Það hafa komið fram hugmyndir um að hver leggur auðkenni sig með einhverjum hætti en hvað sem fólki dettur í hug í því sambandi er samt full þörf á nafnamerkingum líka þar sem stöðugt bætast við nýir afkomendur og viðhengi.

Mér þykir sennilegt að fólk komi almennt á svæðið á föstudeginum, og tínist svo á brott seinni part sunnudags. Takið með ykkur allra handa útileikjadót og svo finnum við kannski einhverja þægilega leið fyrir sameiginlegan labbitúr fyrri hluta laugardagsins?

Hugmyndabankinn er opinn hér upp á gátt og öll innlegg vel þegin.
Ella Kjartans.

13 comments:

Páll Eyþór said...

Sæl Ég er með atriði sem ég reikna með að fá bræður mína með í.Verðandi matinn þá mun ég leggja lið ef þarf

ella said...

:)

Anonymous said...

Ég skal drífa í því að rækta sigg á puttunum. Helga, geturðu nokkuð sent mér söngbókina frá því síðast í rafrænu formi þannig að ég geti þá reynt að læra þau lög.

Fríða

Hel said...

hmmm..skal leita að henni, lofa engu þar sem tölvur hafa verið hreinsaðar og endurgerðar hér tvist og bast!

Helga Lilja

Hel said...

Dóra Björk kemur og er til í að hjálpa með hvað sem er eldhús og annað.

Hel said...

fann söngheftið og búin að senda til Fríðu og Ellu, fleiri sem vilja?

Helga Lilja

Hel said...

Hörður pabbi kemur.

Helga Lilja

ella said...

Eru Atli og Dóra Björk samtals 4 eða??

Hel said...

Atli kemur einn og dòra lìka

Regnhlif said...

Pabbi kemur á laugardeginum, en við Einar og Árni Gunnar komum líklega ekki.
Kv. Hlíf Árnadóttir

Anonymous said...

hæ hæ ég mæti með varamakann minn, skvísurnar 2 og hryðjuverkagorminn minn. Ingi Freyr mætir ásamt Elínu og 2 dætrum. Pabbi (Einar), Mamma (Dísa) og Unna Dís mæta. Sigurþór og Soffía mæta með dætur sínar tvær. Samtals er þetta undan pabba 9 fullorðnir og 7 börn. Gamla settið hafði pantað herbergi, stenst það ekki. Hlökkum til að sjá ykkur öll og þakkir fyrir skipulagningu og fyrirhöfn. Við getum líka lagt okkar af mörkum við það sem gera þarf.

Mig langar að stinga inn tillögu að sápu(fót)boltakeppni á milli greina :)

Kveðja Heiða

Hel said...

Leggur Dórótheu verður með hvítt

ella said...

Fínt, ertu ekki til í að sjá um svona bolta Heiða?